Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 73
°g þeirri stöðu gegndi hann til 1882; 1883 settist hann
að í útlöndum; hafðist hann þá mest við á Frakklandi,
nema árin 1887—1889, sem hann hafðist við í Dan-
rnorku. En heim til ættjarðarinnar sneri hann fyrst
1896, og hefur hann dvalið þar siðan.
Strindberg er það af skáldum Svía, sem vakið
lefur mesta eptirtekt á síðari helmingi aldarinnar,
sem leiðj — og það jafnvel meðal manna, sem annars
ekki gefa bókmentum neinn sérlegan gaum,—og mis-
Jöfnustum dómum sætt.
Strindberg tók fyrst til ritstarfa árið 1869, og
eeyndi sig þá nokkuð við leikritasmíð; en ekki er
rnikið í pað sþunnið, sem eptir hann liggur frá þeim
hma. Þrem árum síðar lauk hann við leikrit í ó-
bundnu máli: Máster Olof, — því leikriti sneri hann
1878 að miklu leyti í rimlausar hendingar, — en það
er fortakslaust eitt af beztu leikritum Svía. Það ræðir
undir huliðshjálmi sögunnar þau mál, sem allir um
það leyti hugsuðu. Um fárra ára tíma gaf hann sig
nu að menningarsögu, en fór von bráðar að fást við
skáldskapinn af nýju, og ritaði nú svæsnar lýsingar á
lifi stúdenta i Uppsölum, og eitt leikrit enn. Pað var
lyrst 1879, að menn fóru að gefa Strindberg veruleg-
an gaum. Það ár gaf hann út skáldsöguna Röda
rummet (rauða herbergið), og vakti hún fádæma
eptirtekt. Ytri og innri búningur bókarinnar var al-
veg spánnýr, efnið tekið úr þátíðarlífinu, frjálslyndi
fiennar djarft og ótamið, og slíkri framsetningu, sem
væri jafn blátt áfram, höfðu Svíar ekki vanizt fyrri í
ntum. Með þeirri bók er realistiska stefnan talin
fiefjast í sænskum bókmentum. Bókin er full af sár-
fieittu háði um mannfélagið í heild sinni, — opt að
visu nokkuð einhliða, — en þó í öllu verulegu að eins
rettmætum árásum á ýmsar stofnanir, skoðanir og
einn og annan dáruskap, er honum þótti vítaverður.
Eptir að hann var búinn að koma Röda rummet
a prent, birtist eptir hann aragrúi af ritum, sem voru
(63)