Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 155
I'rá latínuskólanum breiddist fljótt út nýbreytni
lans med sönginn, og var henni illa tekiö hjá mörgu
gomlu fólki, einkum að því, er kirkjusönginn snerti,
°g var svo allvíða, að það gat ekki setið við húslest-
J11’ Þar sem þau voru sungin, nýju lögin, sem það
^allaði, og voru þó þessi nýju lög Péturs Guðjóns-
sonar ekki annað en gömlu grallaralögin, færð í tón-
tegundir og búning nútímans. Gamlar venjur voru
orðnar svo rótgrónar hjá lýðnum, að et breytt var i
nokkru verulegu frá gamla kirkjusöngnum, fanst hon-
um sem grundvelli kristindómsins væri haggað, enda
var Magnús Eiríksson uppi um sama tíma með kenn-
lngar sinar, og var þeim opt jafnað saman og báðir
kallaðir trúarvillingar, sem báðir voru þó eldheitir
trúmenn, og Pétur Guðjónsson í eingu frábrugðinn
anda lúthersku kirkjunnar, þótt hann vildi skíra upp
kirkjusönginn og gera hann samboðinn siðaðri, krist-
mni þjóð. Hjá yngra fólki feingu nýju lögin betri
Jyr; því þótti fremd i að læra þau og fanst þau létt-
an og fegurri í söng. Furðaniega fljótt lærðist og
morgum að sjmgja þau rétt eptirnótum ognótnabók-
Uni, er í fyrstu geingu skrifaðar mann frá manni, og
!nargir, einkum nærlendis við Reykjavík, feingu til-
s°gu i nótnalestri og aðrar leiðbeiningar hjá Pétri,
er ávalt var boðinn og búinn til að veita þeim við-
tal um söng, er æsktu þess og vildu fræðast af hon-
um.
Arið 1861 gaf Bókmentafélagið út »íslenzka sálma-
saungs og messubók« eptir hann, og gerir hann þar
grein fyrir lögunum, sem í henni eru. Eitt lag er
Þar eptir hann sjálfan; það er lagið: »Pér þakkir
gJorum«, nr. 90 i bókinni. Breytingar eptir hann eru
°g á nokkrum eldri íslenzkum lögum, t. d. á »Loíið
guð«, »Kær Jesú Christe«, »Uppáfjallið Jesús vendi«
o- fl., og eru allar þessar breytingar til hins betra.
yar á móti er það álitamál, hvort hann hefði ekki
att að láta nokkur útlend lög halda þeim breytingum,
(143)