Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 85
tekið út af þeim, og enn ægilegra, hversu margar
þær hafa farizt í rúmsjó. Annaðhvort eru pessi skip
óhentug, eða pau hafa opt verið í slæmu standi, eða
pá ekki síður að sjómenn okkar sigla peim ógætilega
í vondum veðrum.
Hvernig sem á petta er litið, pá er pað eingum
ela bundið, að stormarnir eiga ekki sök á öllu pessu
gegndarlausa manntjóni á islenzkum fiskiskipum. J*að
hlýtur að vera sjálfum okkur að kenna, að mjög miklu
leyti. En pá ætti lika að mega sjá við pví, ráða
æikla bót á pvi. Við höfum lifað hugsunarlaust i
peirri blindu örlagatrú, að fiskiveiðar verði ekki
stundaðar hér við land á bátum eða pilskipum (segl-
skipum) án pessa mikla manntjóns, pað sé óviðráð-
anlegt. Við veröum að kasta pessari villitrú og leita
skynsamlegra úrræða.
Hér er mikið og vandasamt verkefni fyrir fiski-
félag íslands, sem nú er nýstofnað. En ekki mega
peir einir fjalla um petta mál, útgerðarmennirnir og
sjómennirnir. Pað gildir um pá, sem aðra, að blindur
er hver í sjálfs sín sök.
Hér verður Alpingi að skerast í leik. Alpingi
hefur áður skipað nefndir til að fjalla um búnaðar-
mál, um kirkjumáf, um fátækramál, um skattamál.
Nú verður pað að velja beztu menn í nefnd til að
fást við petta vandræðaspursmál, petta lífsspursmál
pjóðarinnar, sjávarútveginn. Pað tjáir ekki að horfa
i tilkostnaðinn. Pað er einginn efi á pvi, að sá til-
kostnaður mundi bera mikinn arð — og forða margri
konu við pungum harmi«.
Athugagr.— Landlæknir, sem útdráttur pessi hefir
verið sýndur áður en prentað var, getur pess, að hann
hafi hér farið eptir skýrslum prestanna (greptrunar-
skýrslum). En í pær telur hann ekki munu nærri ail-
ar slysfarir hafa komizt, og muni pvi tala drukknaðra
manna vera mun hærri en pær segja.
(75)