Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 96
ríkjum þjóna til þín«. Af þessari dásamlegu ráðningu
vitrunarinnar varð Rollo næsta glaður, leysti draum-
ráðandann úr ijötrum og aðra þá, er hann hafði
hertekið, gnægði þá gjöfum og sendi hvern þeirra
glaðan heim til sín. Pá réð fyrir Angliu konungur
sá er Alstemus (Aðalsteinn)1) hét, maður mjög vel
kristinn. Til hans gerði Rollo þegar í stað sendimenn.
Peir geingu fyrir konung, kvöddu hann fögrum orð-
umogmæltu með hógværð: »Rollo, allra voldugastur
höfðingi, enn allra æðsti hertogi Daca (Dacorum),
drottinn vor og formælandi, býður þér trúa þjónustu
og þínum mönnum órofna (órjúfandi) vináttu. Eptir
að vér, herra konungur, höfðum í mikla mannraun
ratað í Dacíu-ríki og vorum þaðan útreknir prettvís-
lega — ó, hvílík hörmung! — rak austanvindur, er
vér höfðum alveg á eptir, oss hrakta af rosta bólgins
stórviðra garðs að yðru landi, svipta allri hjálp von-
ar og velferðar«. — Veröur hér nú að fara fljótt yfir
sögu og að eins tilfæra ágrip af frásögn Dudo’s og
annara. Báðu þeir sendimenn Hrólfs Aðalstein1) kon-
ung í nafni Hrólfs úm leyfi til veturvistar og við-
skipta í landi hans. Leyfði konungur það ljúflega, og
urðu þeir Hrólfur hinir mestu vinir. Um vorið hélt
Hrólfur flota miklum til Hollands og herjaði á eyjar
þær, er liggja í Rínar og Skáldárósum, og meðal
annars á eyju þá, er Walcheren (Walachria)
heitir. Hann herjaði á Frisi og átti við þá orustur
hjá Almerfljóti (Harlemmervatni). Ragnar hertogi
hinn hálslangi var foringi Hollendinga, en Ráðboði
hét sá, er fyrir Frísum var. Fékk Hrólfur auð fjár í
þessari för, og gerði frið við landsmenn. Fékk hann
að þvi búnu vitran af nýju, er benti honum til, að
hann skyldi halda til Frakklands2). Sigldi Hrólfur
upp eptir Signu til Jumiége (Gemiege, Gemeticum).
1) rétt: Elfráður ríki 871—900.
2) Dudo segir, 'Lað þetta hafi verið 87tí, en það fær ekki
staðizt.
(86)