Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 125
raaður ráð fyrirþví, að einn kveníugl yrpi og ungaði
ut 8 eggjum 4 sinnum á 1 ári, myndu afkomendurnir
a 15 árum vera orðnir 2 billiónir.
Meira að segja undan fil, — en þeim Qölgar heldur
semt,—mjmdu á 500 árum vera komnar 15 millj. fíla.
Ekki myndi jurtunum fjölga síður. Til er jurt,
þar sem hver einstaklingur hennar kastar á ári 10,000
leæjum, og ef upp af þeim öllum sprytti, myndi alt
Þurt land hér á iörðunni — en pað er 144 billiónir
fermetra — vera alþakið af henni.
En ef sú regla, um mennina er rétt, sem afment
er viðurkend, að lífsviðurværi vort eykst í sömu
hlutföllum og tölurnar 1, 2, 3, 4, 5, 6 o. s. frv. og að
uiönnum fjölgar í sama hlutfalli og tölurnar 1, 2, 4,
16, 32, 64 o. s. frv., þá mundi hlutfallið milli lífs-
viðurværisins og mannfjöldans eptir 200 ár vera orðið
256 á móti 9, eptir 3 aldir 4096 á móti 13, og eptir
2000 ár—jafn-langt og liðið er frá fæðingu Krists —
óútreiknanlegt, það er að segja, ef dauðinn vœri ekki til.
En dauðinn er til, sem betur fer. Veiklun og
sjukdómar hjá einstaklingunum, pestir og hungurs-
neyð, farsóttir, hernaður, jarðskjálftar, stormar og
uðrir náttúruviðburðir, hjálpast alt að því að halda
húi náttúrunnar í horfinu. G. J.
T vö miiiilmenni
stœrstu þjóðar heimsins.
Þeir Yuan-Shi-Kai og Sun-Yat-Sen eru taldir lang-
®ikilhæfustu menn fjölmennustu þjóðar heimsins og
aburðarmestir við þau stórtiðindi, er gerst hafa í
Austurlöndum síðustu missirin.
Konungsætt sú, er ráðið hefir ríkjum i Kína síð-
ustu aldirnar, er ekki af kínverskum uppruna, heldur
aðskotadýr norðan úr Mandsjúríu. Brutust Mandsjúar
lil valda í Kína um miðja 17. öld og hafa borið ægis-
(115)