Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 93
piart, er eigi að síður ekki ósennilegt, að þráðurinn
J frásögn hans sé spunninn af sagnatoga þeim, er
oaldizt hefir frá Hrólfi sjálfum meðal niðja hans. Er
Þvi hér helzt fylgt þræðinum hjá Dudo, og þó alt í
skemsta máta, og tímatal Dudo’s — sem ekki er mjög
skilmerkilegt, eitt einasta ártal, 876, — að eingu haft.
^egir hann svo frá Hrólfi eptir að búið var að gera
Þann útlægan, og lætur það hafa verið i Daciu, og
Hrólf þaðan ættaðan, — en Hrólf kallar hann Rollo,
sem fleiri latneskir höfundar:
»Rollo mátti nú ekbi dvelja í Daciu fyrir sökum
Eonungs, og fór hann í örvæntingu sinni til eyjar-
innar Scanza1), með sex skipum. Á eynni Scanza
dvaldi hann leingi í hryggum huga og bjóst til þrút-
inn böggum hildar, að hefna sín á óvinum sínum.
En til hans hafði leitað fjöldi manns af þeim, er
flúið höfðu úr Daciu fyrir ofsa konungs. Rollo sofn-
aði eitt sinn þreyttur af starfi. Rirtist honum þá
guðleg rödd, er sagði: »Statt upp skjótlega, Rollo,
s'gldu af skyndingu yfir hafið, og haltu til Angla
(Englendinga); þar muntu fá að heyra, að fyrir þér
Eggur að snúa heilum á húfi til ættjarðar og njóta á
henni öruggs friðar alla daga«. Draum þenna sagði
Rollo vitrum manni einum kristnum. Réð sá draum-
'nn svo, og mælti: »Pú munt, þegar á líður æfina,
Þreinsast fyrir heilaga skirn, verða maður vel krist-
'nn, komast að lyktum frá villu valtrar veraldar til
Angla (Anglos), það er að slcilja einglanna (Angelos),
°g hafa með þeim frið æfinlegrar dýrðar«. Rollo
vatt óðara upp segl og lagði út árar, fermdi skipin
korni, víni og svínahúðum, sigldi hraðbyri seglfleyg-
an sjóinn, náði til Angla, og liugðist mundu dveljast
Þar leingi í kyrð og næði. En þegar héraðsmenn,
Þar sem hann bar að landi, heyrðu, að Rollo frá
Haciu (Dacus) væri kominn þar við land, drógu þeir
saman her mikinn og freistuðu, að reka hann á brott.
1) í*. e. Skáni.
(83)