Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 112
og bað hann að rita um þjóðréttarstöðu íslands í
tímarit það, er Jellineck gaf út, »Jahrbuch des öfl'ent-
lichen Rechtes der Gegenwarta.
Ragnar Lundborg tók þegar á ungum aldri að
leggja stund á ísienzka fræði og einkum íslenzk
stjórnmál. Á hann hið mesta safn, sem eg hefl séð,
af bókum, ritlingum og blaðagreinum um það efni.
Hefir hann tekið ástfóstri við ísland, svo sem þeir
menn gera, er taka ungir að gefa sig við þeim hlut-
um, og eigum vér fáum mönnum slíkar þakkir að
gjalda. Þó á hann einkum þakkir skildar, þar sem
hann hefir tekið málstað vorn um það, sem erfiðast
er að kenna öðrum þjóðum réttan skilning á. En
það eru pjóðrétlindi vor.
»íslandsvinir« eru sem aðrir vinir, að þeir reyn-
ast í raun. Sannir vinir íslands eru þeir menn, sem
styðja oss til að ná rétti vorum, en hinir eru óvinir
vorir, sem vinna sér nafn og frægð með því að rita
um bókmentir vorar, en bregðast þegar á reynir, og
nota þá nafn sitt tii þess að veikja málstað vorn.
Sá er vinur, sem í raun reynist. Ragnar Lund-
borg er sannur vinur íslands.
Ragnar Lundborg er friður maður sýnum, blá-
eygur og snareygur og bjartur á yfirlit. Hann er hár
meðalmaður á vöxt, grannvaxinn og beinvaxinn og
limaður vel. Hann er hæverskur og ljúfur í máli og
hinn prúðmannlegasti í hvívetna. Gestrisinn er hann
og, eigi miður en þeir, sem bezt eru þeim kosti bún-
ir hér á landi.
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Grjelsvilr.
Nicolaus Mathias Gjelsvik er fæddur 1866. Kandidat
i lögum 1893. Docent við háskólann í Kristjaníu 1897.
(102)