Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 118
Árin 1572—1577 er að vísu í bygð Vindás (»Hallur
í Vindási«) og Breiðá (Breiðamörk). Par bjó Mikill
fsleiísson 1587. Pær jarðir eru fyrir laungu faruar
at og voru því ekki í bygð 1872—1877. Öll árin
1572—1577 er Jón Porgeirsson hæstur i tiund (altaf
80—89 hdr.); Árni Porgeirsson tíundar 1572 18 hdr.,
en árin 1573—1575 tíundar hann 75—80 hdr. Pá
hverfur hann. Ekki sést, hvar þeir hafi búið. Sig-
urður á Hofi tíundar írá 30—80 hdr. Á árunum
1572—1574 tíundar síra Jón Eiríksson í Sandfelli
54—59 hdr., hverfur úr skránni 1575, en 1576 og
1577 tíundar hann ekki nema 14 og 15 hdr. í Skapta-
felli hefir verið góður búskapur. Par er tíund 60
hdr. 1575, og 1576 80 hdr. En 1577 tíundar »Stein-
vör í Skaptafelli« 47 hdr., og Sigmundur, sem virðist
vera sonur henuar, — nöfn úr ætt Freysgyðlinga og
Oddaverja — 21 hdr. — Að framteljendur eru flestir
1574 kemur svo til, að fimm bræður (»Pormóðssyn-
ir«) tíunda pá í fernu lagi, en árið eptir sömu tíund
(30 hdr.) í einu lagi og síðan.
Árin 1872—1876 er Bjarni Pálsson á Hnappavöll-
um hæstur i tíund. En 1877 síra Björn Stefánsson í
Sandfelli. 2—3 búlausir framteljendur pessi ár.
Á pessu 300 ára tímabili hefir búendum fjölgað
um mikið meira en helming, búin smækkað um nær
prjá fjórðunga, og eínahag kopað um leið, pó ekki
mikið meira en sem pví svarar, að tvær jarðir eru
eyddar 1872—1877, sem voru í bygð 1572—1577.
Allar jarðir og önnur fasteign í Öræfum — að
fráteknu prestssetrinu — er 1872—1877 að dýrleika
alls 103 hdr. 88 ál. Af þeim eiga innansveitarmenn 89
hdr. 12 ál., en svo smátt er skamtað niður á hvern, að
sá, er mest á, á 6 hdr. 42 ál., og minst 46 ál. En nær
hver búandi maður á eitthvað í fasteign.
(108)