Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 131
Metramáliö.
Eftir Rögnvald Ólafsson.
Frakkar eru höfundar metramálsins og tóku pað
yrstir manna til notkunar siðast á 18. öld. Lengd
'netrans var upphaflega svo ákveðin, að vegalengdin
a yflrborði jarðar milli lieimskauta skyldi vera 20
rndjónir metra, og eptir ýtarlegar mælingar var svo
iyrir mælt í lögum 10. desember 1799, að metrinn
skyldi vera jafn að lengd 443,296 línum að gömlu
frönsku máli. Við petta liefir síðan setið, enda pótt
mælingar á síðari tímum hafi sýnt, að vegalengdin
m‘Hi heimskauta sé nokkru meiri en 20 miljónir
öietra.
Metramálið er nú ýmist lögskipað eða lögleyft
með flestum ef ekki öllum siðuðum pjóðum.
Metramálinu er öllu skipað eptir tugakerfinu. —
Stærri lengdarmál en metri eru dekametri = 10 metr-
ar, hektómetri = 100 metrar og kílómetri = 1000
metrar. Forskeytin, sem tákna pessar stærðir, eru
sniðin eptir grísku og táknar deka 10, liekló 100 og
1000. Smækkunarforskeytin eru tekin eptir latínu
°g eru: decí (frb. desí), sem táknar ^/ío, centí (sentí),
sem táknar 1/ioo, og millí eða milí, sem táknar Viooo.
Smærri lengdarmál en metri eru pannig decímetri
'/io metra, ceniímetri = ^/íoo metra og millímetri
: Viooo metra.
Sömu forskeytin til stækkunar (deka, hektó, kíló)
°g smækkunar (decí, centí, millí) eru einnig notuð
bæði í flatarmáli, rúmmáli og vog.
Aðaleining í flatarmáli er fermetrinn; enn fremur
ar = 100 fermetrar eða reitur með 10 metra hlið.
Aðaleiningarnar í rúmmáli eru rúmmetri (tening-
r, sem er metri á hlið) og lítri = */íooo rúmmetra
eöa teningur, sem er decímetri á lilið.
Vogareiningin heitir gram og er pyngd eins rúm-
(121) ' g