Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Page 37
Bærinn hefir mikið Orð á sér fyrir fegurð og
hreinlæti, og sýna hagskýrslur, að heilnæmt er að
búa þar.
Mjög er gestkvæmt i Port Sunlight, sem vonlegt
■er, því að margur hefir forvitni á að sjá með eigin-
augum svo merkan stað. Öllum leyfist að skoða
verksmiöjurnar og er það notað ótæpt, enda eru
gestir alt að 100 þúsuudum árlega. Hér hlýtur og
margt að hera fyrir augu, þar sem 400 smálestir af
sápu eru búnar til á viku hverri.
Verksmiðjan hefir sína eiginprentsmiðju, ekki ein-
ungis til þess að prenta allan þann aragrúa umbúða,
sem þarf um þau kynstur sápu, sem búin er til,
heldur eru þar og gefin út tvö tímarit.
Skóla hefir verlcsmiðjan handa starfsmönnum sín-
um og geta nemendur. öðlazt þar ámóta mikilsvarð-
andi menntun sem í venjulegum háskóla. Lítils háttar
skólagjöld eru að visu ákveðin, en nemendur fá þau
endurgreidd, ef þeir hafa sýnt námfýsi og árvekni.
Alls konar heilbrigðisráðstafana er mjög stranglega
gætt í verksmiðjunum. Pag, eru, sem áður segir,
ókeypis böð, hressingarhæli, sjúkrahjálp álls konar,
auk sjúkrasjóða. Sumarfrí fá ailir, án þess að missa
nokkurs í af kaupi sínu, og atvinnuleysisbætur, ef
svo ber undir.
Verksmiðjan hefir komið því svo fyrir, að þeir,
sem þess æskja, geta fengið kaup sitt lagt inn í
sparisjóð, sem verksmiðjan hefir stofnað, eða í hvern
annan banka, og ávísað því svo eftir þörfum. Hefir
þetta reynzt happadrjúgt og örvað margan til þess
að safna innstæðu, sem ella kynni að hafa farið
gálauslega með tekjur sínar. Af innstæðum sínurn fá
starfsmennirnir allt að 5°/« ársvöxtu, sem stórum er
hserra en algengt er í Bretlandi.
Verðlaunum heitir verksmiðjan hverjum starfs-
®anni, sem tillögur gerir til umbóta við verksmiðju-
reksturinn.
(33)
3