Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Qupperneq 71
12 kílómetra upp frá jðrðunni. Þar fyrir ofan er
sífellt logn, og heiðskirt, en frostið um 50 stig, og
þaðan af meira. Kyrrstaða loptsins veldur því, að í
þessari hæð hrærast lopttegundirnar ekki saman;
þær liggja í beltum, hver yfir annarri, eftir þyngd.
Venjuleg regnský eru í 1—2 kilóm. hæð, og skýjahæð
mun vart verða fram yfir 10—12 kílóm. Pekkingu um
þessi atriði hafa menn öðlazt með því að hleypa
belgjum hátt í loft upp.
Hugsum oss að rekja leið geislanna frá sólu til
jarðar. Fyrsta leiðin er um gufuhvolf sólarinnar, með
300 þús. kílómetra hraða á sekúndu, út í geiminn.
í honum hugsa menn sér Ijósvakann, en ljósgeislana
ölduhreyfingar ljósvakans. Nú mætir sólargeislinn
lopthvolíinu (gufuhvolfinu) kringum jörðina. Stefnan
er misjafnlega skáhöll eftir sólarhæð. Eflir henni fer
vegalengd geislanna frá yztu takmörkum lopthvolfs-
ins, til yfirborðs jarðar. Ef sólin er lágt á lopti verður
meiri vegalengd geislanna, gegnum lopthvolfið til
jarðar, heldur en þegar sólin er hátt á lopti; hefir
þetta mikil áhrif á ljóskraftinn, sem minnkar að því'
skapi sem leið sólargeislanna um loptið lengist. Bog-
inn frá liviríildepli að sjóndeildarhring er 90°. Á
sumarsólhvörfum er hæð sólarinnar yfir sjóndeildar-
hring Reykjavíkur, við hágöngu-augnabragð, 49° 22',
en á Akureyri 47° 48'. Pegar sólin er 30° yfir sjón-
deildarhring, er Ieið geislanna um lopthvolfið helmingi
lengri heldur en þegar sól er í hvirfildepli. Ljóstapið
í loptinu er svo mikið, að 75°/° sólskinsins er talið
að ná háfjöllunum, en ekki nema 50°/o að sjávarmáli.
Orsökin til þess, að leitað er háfjallanna til sólskins-
lækninga er því sú, að þar eru menn nær sólunni
og loptið hefir ekki, í þeirri hæð, dregið svo mjög
úr ljóskraftinum sem neðar. Á síðari timum heíir
verið unnið mjög að því að mæla kraft birtunnar,
og er það m. a. gert með því að athuga áhrif hennar
á ýmisleg efnasambönd, er verða fyrir breytingum
I (67)