Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Síða 75
líkama og sál. Svissneski læknirinn, Dr. Rollier, sem
ritað hefir mikla bók um sólskinslækningar i Alpa-
fjöllum, getur pess, að vart geti glaðlyndara fólk, en
sjúklingana, sem baða sig berstrípaðir í sólunni. Sól-
skinið gerir menn tápmikla og bjartsýna; það bætir
lystarleysi, styrkir hörundið og gerir menn ókvef-
sæla. »011 blóm þurfa sól, ekki sízt æskublómi mann-
kynsins«. Ressi orð spekingsins Rousseau koma vel
heim, því að börnin styrkjast og læknast enn betur af
sól og Ijóslækningum en fullorðnir.
Sólskin er stopult á íslandi, og koma fyrir sumur,
sem það bregzt alveg, að heita má. Reyndar geta
verið allmargar sólskinsstundir á votviðra-sumrum,
þótt það komi ekki að notum til heyþerris eða fisk-
þurrkunar. Veðurfræðingar mæla sólskinsstundirnar
með sérstökum áhöldum, Ef brennigler er stillt í þeirri
fjarlægð frá pappirsræmu, sem rennur til með jöfn-
um gangi, að ræman sviðnar, meðan sólin skín gegn-
um glerið, má álykta sólskinsstundirnar. Slíkar mæl-
ingar munu ekki hafa farið fram liér á landi svo
lengi, að ráðið verði um meðal-sólskinstima á íslandi.
En þótt sólin skíni ekki nema lítinn hluta dags, má
oft nota þessa stund til að fá sér styrkjandi sólbað.
Á Suðurlandi er oft mest sólskin á útmánuðum, og
stundum sterkast á þeim árstíma, einkum ef jörð er
hvít.
Sólskinsböð má iðka hér á landi frá byrjun mars-
mánaðar til hausts, og geta menn gert það undir
beru lopti eða í húsum inni. Síðara kostinn verður
að velja, ef byrjað er á útmánuðum, og kemur þetta
oft að góðu liði. Ef gluggar eru aftur, dregur rúðu-
glerið úr kraiti sólargeislanna, en þó geta menn orð-
ið vel sólbrenndir gegnum rúður. Bezt er auðvitað að
vera undir beru lopti eða nakinn við opna glugga.
Ef menn eru úti, er aðal-vandinn að velja skjól
fyrir vindi. Flestir geta haldið á sér hita að sumar-
lagi í glöðu sólskini, ef hlé er gott. Leita má skjóls
(71)