Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Qupperneq 76
undir túngarði eða húsvegg. í hvammi eða undir
brekkum má oft leita logns og hlýinda. Ekki þarf
djúpa laut til pess að logn sé á manni, sem legst
endilangur niður og bærir ekki á sér. Ef skjól er
gott og blýindi, má sitja uppi eða ganga um. Ekki er
ástæða til að vera iðjulaus; má hafa eitthvað i hönd-
unum eða lesa í bók. Bezt er að vera allsnakinn;
fótköldu fólki þykir þó oft uotalegt að vera í sokk-
unum. Augunum má hlífa með sólgleraugum. Höfuð-
fat ekkert, eða þá barðalaust, svo að ekki skyggi á
hálsinn.
Taki menn sólskinsbað inni, er bezt að gera það
við víðan, opinn glugga og liggja á legubekk eða í
rúmi; Iíka má liggja á gólfinu og hafa undir sjer
brekán eða madressu. Sængur eru lakari, þvi að likam-
inn sekkur ofan í þær. Ekki skulu menn gugna við
sólböðin, þótt gluggum þurfi að loka, vegna kulda;
sólin getur gert kraftaverk gegnum gler.
Sumir hvekkjast á sólböðum, vegna þess að þeir
ætla sér of langan tíma, áður en hörundið hefir van-
izt sólunni. Hæfilegt er að sóla sig í stundarfjórðung
eða hálta klukkustund í fyrsta skipti, en bæta svo
við stundarfjórðungi með hverjum sólskinsdegi. Peir,
sem vanir eru, geta legið í sólinni 2—3 klukkustundir
eða lengur. í fyrstu skiptin verða menn að snúa sér
iðulega, þannig að sólin baki jafnt síðurnar sem bak
og brjóst. Ekki er óalgengt, einkanlega ef fleiri eru
en einn, að menn liggi lengi á maganum, i sömu
stellingum, masi saman, gleymi tímanum og fái ónota-
legan sólbruna á bakið. Börn geta verið jafnlengi í
sólböðum sem fullorðnir.
Varla má búast við, að fullvinnandi fólk fari frá
starfi sínu tímunum saman, nema endur og eins,
til þess að sleikja sólskinið, berstripað. Pað gera
ekki aðrir en sjúklingar, sem iðka sólskinsböð að
læknisráði. Pá er athugandi, hvort menn geta eigi í
daglegu lífi fært sér betur í nyt hollustu sólskinsins
(72)