Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 87
Bjarna amtmanns Thorarensens. En öllum skáldum
ofar setti Níels Eggert ÓlafssoD, og svo kvað hann
um Eggert, er kvæðabók hans kom út (1832):
ímyndunarloptið létt
lypti sólum hærra
hreinni sál, og fást mun frétt,
fáir penki stærra.
Bá er að víkja að ævi Níelsar, og er það rauna-
ferill, heldur. Níels kvongaðist um 1810—11 og fekk
þeirrar konu, er Solveig hét, Ólafsdóttir; hún var 10
árum eldri en hann og skass hið mesta. Bjuggu þau
fyrst á parti af Yztu-Grund, hjá föður Níelsar, en
síðan fluttust þau að Brekkukoti hjá Dýrfinnustöðum.
Getur Níels þessa i ljóðabréfi, er hann orkti 1814 til
síra Jóns Konráðssonar á Mælifelli. Segir þar, að
Ólafur hreppstjóri Porleifsson á Dýrfinnustöðum hafi
byggt Níelsi Brekkukot og haft haun að skrifara,
þvi að hreppstjóri hafði verið ekki pennafær sjálfur.
Hreppstjórann kallar Níels í ljóðabréfinu »herkerl-
inga-general« og lýsir svo störfum sínum hjáhonum:
Sem skuldbundin sífelld undirtylla
eg má gæta að askafans
í réttlætisbúri hans.
En af ljóðabréfinu er augljóát, að síra Jón hefir verið
vinveittur Níelsi og vikið honum gjöfum. En svo
segir Ólafur í Ási, að þegar síra Jón hafði^esið bréfið
og séð, hversu Níels kveður þar um prestastéttina:
horgemlingum herrans með
hröklast kringum skárra féð,
hafi vináttunni verið lokið og það svo tiltakanlega,
að sira Jón hafi eigi getað litið Níels réttu auga upp
frá því, enda bælti Níels gráu ofan á svart með
kveðskap sinum síðar.
Fjögur ár bjó Níels í Brekkukoti, til fardaga 1817.
Og voru þar með honum launsynir hans tveir
(Sumarliði, f. 1806, og Hálfd.an, f. 1808), en ekkert
barn virðist hann hafa átt með konu sinni. (Hálfdan
(83)