Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Side 43
Adolf Hitler.
Enginn maður, sem nú tekur þátt í stjórnmálum
Evrópu er eins umpráttaður og Adolf Hitler, og verð-
ur ekki enn sagt með vissu, hvað úr verður stjórn
hans og stefnu. Pýzk mál eru mjög í óvissu og flokk-
ur Hitlers ekki enn kominn á fastan fót að öllu leyti,
sem ráðandi flokkur, pví að enn eru að fara fram i
honum mannaskipti, og hann er að prófa sig áfram
um nýtl skipulag og nýja stjórn, en hefir pegar
gert gagngerðar breytingar á ýmsum sviðum á hugs-
unarhætti, lííi og framkvæmdum og öðlazt mikið
fylgi, pótl einnig sé mikið á hann ráðizt út i frá.
Adolf Hitler er fæddur 20. apríl 1889 í Austurríki.
Hann ætlaði fyrstað verða málari, en misstiungur föð-
ur sinn og fór sjálfur og einn að vinna fyrir sér. Hann
varð húsasmiöur, en fór snemma að fást við stjórnmál
Hann stofnaði flokk þjóðernissinnaðra verkamanna
1919, og 8. nóvember 1923 reyndi hann að koma
af stað byltingu í Munchen, en hún var bæld niður
daginn eftir og Hitler dæmdur i 5 ára fangelsi. Hon-
um var pó bráðlega sleppt, og tók hann pá að end-
urreisa flokk sinn og kom að tveimur þingmönnum
við næstu kosningar, þeim Dr. Frick og Ludendorfl,
en Hitler var pá ritstjóri Völkischer Beobachter.
Síðuslu erfiðleikaárin í Þýskalandi fór fylgi pjóð-
ernisstefnu Hitlers hraðvaxandi, og pótt ekki gæti
liann hamlað upp á móti vinsældum og áliti Hinden-
burgs í forsetakosningum, fór svo að lokum, að hann
varð kanzlari 30. janúar 1933. Öngpveiti hafði pá
verið i pýzku stjórnmálalifi og viðsjár, von Papen
hafði látið af stjórn 3. dccember, en Schleicher tekið
við, en fór fljótlega frá, líklega helzt af pví að hann
fór að nálgast verkalýðsfjelögin meira en stóriðju-
mönnum pótti hæfilegt, og enn fremur höfðu stór-
bændur horn í siðu hans, en þeir áttu i ítök í Hinden-
(39)