Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Blaðsíða 46
undir Eyjafjöllum — Vorið var hlýtt og úrkoma
fremur lítil, en þó nægileg gróðri, svo að grasspretta
varð ágæt um allt land. — Sumarið var fremur þurr-
viðrasamt á Norður- og Austurlandi og einnig
víða vestanlands, en mjög vætusamt á Suðurlandi.
— Um haustið og fram til áramóta var eindæma
mild tíð og jafnframt snjólétt mjög, en gæftir voru
þá þó mjög stopular á suðvesturlandi.
Verzlun. Sala íslenzkra afurða gekk heldur vel, en
verzlun að öðru leyti óhagstæð að mörgu.
Kaupgjald svipað sem árið áður.
Fiskveiðar ágætar.
•* *
Jan. 7. Kom stórt þýzkt herskip, Schlesien, til Rvíkur.
Fór 9. s. mán.
— 9. Brann fjós og hlaða í Stóragerði í Óslandshlíð.
— 11. Fauk skíðabraut knattspyrnufélags Akureyrar,
og gjöreyðilagðist.
— 14. Slitnaði rafþráður skammt frá fjósinu í Lág-
holti í Rvik, fauk að fjósinu, rafmagnaði út frá
sér og varð einni kúnni að bana.
— 12.—16. í ofviðri og sjógangi skemmdust allmargir
vélbátar á Akranesi og í Vestmannaeyjum, og í
Stykkishólmi sukku 3 vélbátar. — Símslit og síma-
bilanir urðu víða um land.
— 16. Strandaði enskur botnvörpungur, Sicyion, út
af Asmundarstöðum á Melrakkasléttu. Mannbjörg
varð.
— 19. Strandaði enskur botnvörpungur, St. Hono-
rius, út frá Ásmundarstöðum. Mannbjörg varð.
Botnvörpungurinn sökk nokkuru síðar.
— 24. Sökk þýzkur botnvörpungur, Bluclier, fyrir
austan Vestmannaeyjar. Mannbjörg varð.
— 28. Brann íbúðarhúsið i Bakkakoti í Leiru. Litlu
tókst að bjarga af innanstokksmunum. Húsið og
húsmunir hafði verið vátryggt.
— 29. Slysavarnafélag íslands 5 ára, Gáfu því sam-
(42)