Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Síða 49
Hólma i Landeyjum. Sópaði veðrið burtu 47
staurum.
Apríl 18. Kom til Rvíkur ameríkskur pianóleikari,
Irvin Schenkman, og dvaldist í Rvík um tima.
— 22. Skemmdist mjög verzlunarhús á Norðflrði, og
vörur í pví, vegna bruna.
— 30. (til 6. maí). íslenzka vikan háð í Rvík.
Snemma í p. m. var haldinn almennur bænda-
fundur í Rvik. — Búnaðarpingið háð í Rvík. —
Um miðjan mánuðinn varð fjártjón vegua hríðar-
veðurs á nokkurum bæjum í Austur-Mýrdal og í
Skaftártungu.
Mai 4. Stofnað félagið íslenzka vikan á Suðurlandi.
— Fór barnaflokkur úr Rvik, ásamt kennara ein-
um, Aðalsteini Sigmundssyni, í náms- og kynnis-
för til Færeyja.
— 6. Brann innan kjallari á Vitastíg í Rvik. Litlu af
innanstokksmunum varð bjargað.
— 14. Brann bíll í Sogamýri í Rvík.
— 18. Kom hollenzkt herskip til Rvíkur. Fór 24, s. m.
Skemmdist hús á Akureyri og innanstokksmunir
í pvi allmikið, af bruna.
— 22. Kom út fyrsta bindi af ritsafni hins ísleuzka
fornritafélags, Egilssaga.
— 27. Strandaði og brann við Sauðanes franskt flski-
skip, Fleur de France. Mannbjörg varð.
í p. m. voru samningaumleitanir um viðskipta-
samning milli íslendinga og Breta haldnar í Lund-
únum. Frá íslands hálfu mætti par Magnús Sig-
urðsson bankastjóri í Rvík. —- 19. s. m. voru
viðskiptasamningarnir undirskrifaðir.
Júni 3. Alpingi slitið. 37 stjórnarfrumvörp voru lögð
fyrir pingið, en 133 pingmannafrumvörp. 29 stjórn-
arfrumvörp voru sampykkt, en eitt stjórnarfrum-
varp var fellt, en 6 urðu eigi útrædd. Sampykkt
voru 60 pingmannafrumvörp, en 56 urðu eigi út-
rædd, 2 voru tekin aftur, en 5 felld. 4 málum var
(45)