Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Blaðsíða 99
gamall, en sýslumaður á léttasta skeiði, ogheSrhann
svo sjálfur frá sagt, en allir vita þó, hvert afarmenni
Jón Espólin var til burða.
tJm Reykjavík kvað Snorri prestur, er fjölga tók
húsum þar:
Soltín tík með saurgan krík,
hún Svæluvík,
nóg er orðin nafnarik
og nobelik.
Skrítlur.
(Safnað hvaðanæva).
A. : »Málaflutningsmaðurinn minn sagði mér, að eg
hefði eytt i fyrra mánuði tveim þúsundum fjórum
hundruðum sextíu og níu kr. og 27 aur.«.
B. : »Er nokkuð við það að athuga?«
A.: »Já — eg get ekki skilið, hvað eg hefl gert við
þessa 27 aura«.
Umrenningur (lesandi í blaði): »Hérna stendur, að
verkamaður hafl hrapað ofan af húsi og brotið á
sér handlegginaa.
Annar umrenningur: »Já, þarna geta menn glögg-
lega séð, hvað það er hæltulegt að vinna«.
Dómarinn: »Hvernig gátuð þér fengið af yður að
svíkja þessa menn, sem báru svona sterkt traust til
yðar?«
Sakborningur: »Pað var ekki unnt við aðra«.
A, : »Hafa verið geðbilaðir menn í ætt yð*>r?«
B. : Já; systir mín hryggbraut einu sinni millíóna-
mæring, sem bað hennar«.
(95)