Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Side 29

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Side 29
Grey lávarSur. Sá maður, sem meira en nokkur einn maður annar hafði örlög Evrópu í höndum sér i ágúst 1914, var utanrikismálaráðherra Englendinga, Sir Edward Grey, enda hefir síðar verið rætt og ritað margt um hann og stjórnarstörf hans. ?ó að meðhaldsmenn hans hafi lofað mjög stjórnvizku hans og heiðarleika, og andstæðingar hans brugðið honum um þröngsýni og röggsemdarskort, mun það mála sannast, að hann var í þeim flokki manna, sem mest áhrif hafði á millirikjamál heimsins um síðustu aldamót og fram eftir þessari öld, þótt ekki hafi það verið á neins eins manns valdi að ráða þeim atburðum, sem heims- styrjöldin spratt úr, hvorki á valdi Grey’s né annara. Grey lávarður var fæddur 25. apríl 1862 og fékk skólamenntun sína í Winchester og seinna í Balliol College í Oxford, og tók við eignum og titlum afa sins þegar hann var tvitugur. Ætt hans átti jarð- eignir á Norðymbralandi, um 2000 ekrur (Fallodon Hall) og Grey hafði alla ævi miklar mætur á sveit- inni sinni og á sveitalífi, svo að um hann hefir verið sagt að hann hafi ávallt verið sveitamaður fyrst og fremst, og sjónarmið hans á mönnum og málefnum sjónarmið ensks sveitamanns eða stórbónda. Hann hafði alla ævi mesta yndi af veiðiskap, einkum stanga- veiði í laxám, og á yngri árum sinum var hann góður og áhugasamur iþróttamaður, eins og títt er um enska heldri menn, og helzt alla Englendinga, og gat sér einkum afbragðsorð sem tennisleikari. Framan af ár- um hafði hann miklu meira hug á sveitabúskap og iþróttum en á stjórnmálum, en fór þó allsnemma að láta þau til sín taka, því að þau eru, cf svo má segja, ein af þeim iþróttum, sem góður og gildur enskur heldri maður á að leggja stund á. Grey var frá upphafi í frjálslynda flokknum og (25)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.