Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Qupperneq 88
í Pýzkalandi hefir hreyfingin náð afar raikilli út-
breiðslu. Pýzka líkbrennslufélagið — Volksfeuer-
bestattungsverein — er 20 ára gamalt, og hefir nú um
600 pús. félaga. Bálstofur í Pýzkalandi eru á annað
hundrað. í Hamborg voru bálsettir 4761 árið 1932,
og eru pað 40°/o af öllum útförum par. AIls voru 60
pús. líkbrennslur í Pýzkalandi á árinu 1933.
Á Norðurlöndum eru Danir forgöngumennirnir.
Danska félagið hefir nú 80 pús, meðlimi; í Danmörku
eru 11 bálstofur, en nokkrar í undirbúningi á ýmsum
stöðum í landinu. Form. fél., Kn. Secher yfirlæknir,
hefir haft áhuga á pví, að bálstofa kæmist upp á
fslandi.
Sænska félagið, sem nefnist Svenska Eldbegangelse-
föreningen, er í miklum uppgangi. í Svípjóð eru 10
bálstofur, en í undirbúningi í 23 borgum. Svíar gefa
út tímarit um líkbrennslu, sem nefnist »Ignis«, p. e.
eldur. Pað er einkennilegt við sænsku bálfarahreyf-
inguna, að prestur einn par í landi, síra John Hans-
son hefir beitt sér mjög fyrir líkbrennslu, og var
minnzt á hann áður. Hann er prestur í bænum Luleá
í Norrlandi, sem hefir 11. pús. íbúa, en á nú sina
eiginbálstofu.
Bæði dönsku og sænsku líkbrennslufélögin eru
orðin 50 ára gömul. Norrænu félögin hafa stofnað
tryggingarfyrirkomulag, pannig að menn geta í lif-
anda lífi lagt fram tiltölulega lága upphæð í eitt
skifti fyrir öll, eða með iðgjöldum, og tryggt sér með
pví bálfararkostnað allan, pegar að pvi kemur.
í Bretlandi eru 24 bálstofur, en í Rússlandi að eins
ein, sem nýiega hefir verið reist í Moskva.
í Sviss eru margar bálstofur og notkunin mikil.
í Japan er brennt 50°/» af öllum, sem deyja, eins og
áður var getið.
Felta stutta yfirlit ber með sér, að líkbrennslu-
hreyfingin er víða erlendis í hröðum vexti og við-
(84)