Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Blaðsíða 93
og slapp undan, hafi verið falinn i jarðhúsi hjá sira
Snorra, og haíi hann þá kveðið út af því ævintýri.
Það er sögn, að við sjálft hafi legið, að síra Snorra
yrði tiltalað upp á embætti fyrir kveðskap sinn, svo
sem þegar hann kvað um fólk á Mýrum. Er þetta í
þeim vísum hans:
Flestum þykir fleskið ætt
þjóranna fram til jökla,
en Mýrasprundin mest hafa snætt
mörvaða hestaskökla.1)
Pað var eitt sinn, er Snorri prestur fór í sókn sína
sjóleið, og kom hann á bæ þann, er hann var sóktur
lil. Gekk hann einn til bæjarins, en flutningsmenn
hans biðu við sæ niður. Prestur gekk í baðstofu og
fann engan mann. Par voru göng allmyrk og löng. Og
er hann vildi fram, heyrði hann, að kerlingar tvær
hjöluðust við i eldaskála, og hleraði hann til tals
þeirra. Átti önnur þar heima, en hin var aðkomin.
Spurði hin aðkomna, hvort messa ætti á helginni.
Pað kvaðst hin ætla; »eða hvernig féll ykkur við
prestinn ykkar heima?« Hin svarar: »Svona og svona«.
Hin spyr: »Ætli þið látið hann nú lengi lifa prestinn
þann arna?« Hin svarar: »Æ, eg veit það nú ekki;
hann er nú heima hann gamli Jón, og með bókina;
er það nú orðlagður galdramaður«. Hin svarar: »Á
er svol Hvar er nú sauðurinn?« — »Hann er hérna
frammi í skálahúsrúminu«. Við það gekk prestur
fram i skálahúsið; var þar koldimmt og enginn gluggi.
Prestur þreifaði fyrir sér, og laust í andlit Jóni, og
lél knefa sína ganga á hann. Féll blóð um Jón allan,
og vaknaði hann við vondan draum. Preif prestur
þá enn til hans og þurrkaði blóð hans á nasaklúti
sinum, því að trúað var, að bezt væri að blóðga
galdramenn, og mættu þeir þá siður eða ekki orka
þess, er þeir vildu. Snorri prestur tók bókina og var
1; Hin síðari þessara visna er ekki prentandi.
(89)