Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Qupperneq 53
1902), og kona hans fljúgandi til Rvikur, áleiðis
frá Vesturheimi. Fóru 22. s. m. norður um land
og austur, áleiöis til útlanda.
Ágúst 19. Sökk vélbátur, Smyrill, frá Fiateyri, við
Sauðaness-tá. Mannbjörg varð.
— 23. Kom ungfrú Rozsi Cegiedi píanóieikari og Ka-
roly Szenássy fiðluleikari til Rvíkur. Fóru 2. sept.
— 27., aðfn. Ofsaveður sunnan- og vestanlands olli
sumstaðar nokkurum skemmdum á húsum o. fl.,
og ollu heyfoki.
— 31. Lauk hér veðurathugunum Hollendinga. Pær
hófust 6. sept. 1932. Yfirumsjónarmaður þeirra var
dr. H. G. Cannegieter. — Flugmenn voru: van
Bosch, van Giessen og van der Leyden. Peir fóru
heimieiðis 14. sept.
Snemma í p. m. tók til starfa í Rvík veiðar-
færaverzlun íslands. Stofnandi: Skúli Pálsson.
Verksljóri: Fr. B. Petersen. — í þ. m. var lagður
sæsími yfir Hvalfjörð (miili Langeyrar og Kata-
ness). — Komu danskir knattspyrnumenn, (K. F.
U. M.’s Boldklub), til Rvíkur. — Seint í þ. m., eða
snemma í sept., hélt islenzk-danska ráðgjafar-
nefndin fundi i Khöfn.
Sept. 1. Sökk uppskipunarprammi á Gilsfirði. Mann-
björg varð.
— 3. Sjálfkviknaði í heyi á Enni í Engihlíðarhreppi
og brann það talsvert.
— 7. Brann hús á Siglufirði til stórskemmda. Mjög
litlu varð bjargað af innanstokksmunum. — Sam-
þykkti bæjarstjórn Rvíkur fjölgun lögregluþjóna úr
27 upp i 48. Einnig samþykkti hún varalögreglu.
— 7,-10. Stórflóð i ám á Suður- og Suðvesturlandi.
Skemmdir urðu á brúarstæðum á Hafursá og
Klifanda. Heytjón varð víða í Holtum, á Skeiðum,
í Biskupstungum, Ölfusi, Stafholtstungum, Pverár-
hlíð og Norðurárdal, og þar eyðilögðust 2 steypu-
brýr (á Kvíslum í Bjarnardalsá); og nokkuð fórst
(49) 4