Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Qupperneq 86
fram við bálstofur er byggingin, sérstaklega þegar
reistur er rúmgóður salur fyrir minningarathðfn.
Askan. Æskílegt væri, að líkaminn brynni svo ræki-
Iega, að ekkert yrði eftir. Pá þyrftu vandamenn ekki
að hafa áhyggjur af öskunui eftir á. En eins og
kunnugt er, eru nokkur steinefni í likamanum, eink-
um kalk i beinum. Þessi efni mynda öskuua, og
nemur hún 1—2 kg., eftir líkamsstærð. Askan fellur
niður um ristina, sem líkið hvilir á, og er henni
sópað saman strax eftir brennsluna, og látin i leir-
llát. Við fleslar bálstofur er öskusafn — svonefnt
»kolumbarium«. — Pað er geymsla, með sundur-
hólfuðum skápum fyrir duftkerin. Annars eru þau
graiin i jörð niður i kirkjugarði. Allur kostnaður
við öskugröf er hverfandi, samanborið við venjulega
greftrun.
En á síðari árum eru menn sumstaðar að hverfa
frá því að geyma öskuna i duftkeri eða grafa í jörð
niður. Nú er farið að tíðkast að strá öskunni á gras-
völl, og iáta hana hverfa þannig til jarðarinnar. For-
göngu i þessu hefir þjóð, sem annars er talin mjög
fastheldin við rótgrónar venjur feðra sinna, nefni-
Iega Bretar. í miljónaborginni Lundúnum eru nokkrar
bálslofur. Við þrjár þeirra eru sérstakir grasgarðar
— sem Englendíngar nefna wgarden of rest« þ. e. a. s.
hvildar-garða. Par er öskunni stráð t grasið, og er
það gert í votviðri, eða þá að grasvöllurinn er vökv-
aður áður, til þess að askan fjúki ekki tii. Pað eru
fá ér, síðan þessi siður var upp tekinn, en er nú
orðinn algengur.
Minningarathöfn. Venjulega fer fram kirkjuleg at-
höfn í sambandi við bálfarir, annað hvort á sjálfri
bálstofunni — ef húsnæði er til þess — eða þá að
lík er borið í kirkju. í Pýzkalandi aðstoða prestar
við um 90 “/o af bálförum, og svipað mun vera á
Norðurlöndum. Annars eru vandamenn sjálfráðir í
þessu efni, og athöfnin getur verið borgaraleg, eftir
(82)