Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Síða 56
Dec. 24., aðfn. Strandaði milli Valahnúks og Kistu á
Reykjanesi belgiskur botnvörpungur, Jan Velden.
Mannbjörg varö.
— 30., aðfn. Brann íbúðarhúsið og baðstofan á Hofi
í Vopnafirði. Engu af húsmunum varð bjargað.
Um sumarið rannsakaði pýzkur jarðfræðingur,
Ernst Herrmann dr., jökla hér og ýmsar jarðmynd-
anir. Fór til Kverkfjalla. Einnig athugaði hann Eyja-
fjallajökul og Mýrdalsjökul. — Stofnað í Rvík
eimskipafélagið ísafold, hlutafélag. Formaður: Thor
Thors. Félagið keypti vöruflutningaskip, Eddu, er
átti að vera aðallega í förum milli íslands og Mið-
jarðarhafslandanna. Skipið kom til Rvíkur fyrst
17. ágúst.
Komu pessi skemmtiferðaskip til Rvíkur (tvö
af peim, 5. og 21. ágúst, einnig til Akureyrar):
20. júni: Ensk smásnekkja, Driac II. — 6. júlí:
sænskt, Kungsholm. — 7. júlí: enskt, Reliance. —
8. júlí: enskt, Carintia. — 13. júlí: franskt, Fou-
could. — 19. júli: enskt, Arandora Star. — 22. júlí:
enskt, Resolute. Meðal farpeganna var María fyrr-
um drotlning í Rúmeníu. — 25. júlí: pýzkt, General
von Steuben. — S. d.: franskt, Columbia. — 30.
júlí: franskt, De Grasse. — 2. ágúst: enskt, Atlantis.
Meðal farpeganna voru tveir synir Alfons fyrrum
Spánarkonungs. — 6. ágúst: belgiskt, Leopoldville
og 22. ágúst: franskt, Foucould.
Um veturinn 1933—1934 olli sandfok talsverðum
skemmdum víða um Suðurland, einkum í Vík í
Mýrdal.
b. Frami, embættaveizlur og embættalausnir.
Jan. 28, Varð Halldór Hansen læknir í Rvík doktor
med. við háskólann hér, fyrir rit um sjúkdóma,
sem líkjast magasári.
Febr. 5. Afhenti fulltrúi pýzka ríkisins skipstjóranum
á Dettifossi töflu úr eir til minningar um björg-
(52)