Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Side 75
4 (O
1932 dóu: 18/* Árni Árnason fiskimatsmaöur á
ísafirði; fæddur >/« 1864. Dó í Rvík. — ,e/s Jón
Jónsson bóndi á Núpsstað í Fljótshverfi; fæddur
i sept. 1856. — s/u Kristmundur Guðmundsson á
Hrauni á Skaga, fyrrum bóndi á Ketu og Selá;
fæddur 10/u 1855. — Á árinu dó Símon Klemens-
son fyrrum bóndi í Kambakoti á Skagaströnd;
fæddur ’/u 1875. Dó á Blðnduósi].
Benedikt Gabríel Benediktsson.
Bálfarir.
Eftir Dr. G. Claessen.
Pað er ekki laust við, að sumum finnist það óþarfa
hótfyndni að amast við gamalli og rótgróinni venju,
að grafa dauða menn í jörð niður, en krefjast, að
reist verði hús til pess að brenna framliðna. Það er
jafnvel haft eftir einum útlendum vítisprédikara, að
þessir blessaðir líkbrennslumenn komist nógu fljótt
í eldinn hinum megiu, þótt þeim sé ekki straxekið inn
í bálstofu, þegar þeir eru dauöir! Pað er ríkt í mörg-
um manninum að amast við nýjungum og tilbreytni
frá rótgrónum siðvenjum — ekki sízt þegar það
snertir svo viðkvæmt mál sem útfarir. Pað er því
ekki úr vegi að líta um öxl og athuga, með hvaða
hætti útförum var hagað fyrr á öldum.
Söguleg alriði. Sannleikurinn er sá, að bálfarir ern
mjög gamall útfararsiður. Heldri menn með Róm-
verjura og Grikkjum voru brenndir, en þrælar og
flækingjar jarðsettir. í Austurlöndum tiðkaðist að
brenna, og enn í dag er i Japan brenndur annar
hver maður. Bálfarir tíðkuðust ekki í Gyðingalandi,
enda var þar lítið um eldsneyti. Menn kannast lika
við úr biblíunni, að likin voru grafin. E, t. v. hefir
(71)