Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Síða 48
Febr. 19. Strandaði þýzkur botnvörpungur, Gustav
Meyer, á Sjávarmelafjöru í Meðallandi. Mannbjörg
varð. Skipið náðist út 5. ágúst s. á. Heitir nú
Gullfoss og er nú íslenzk eign.
— 22., aðfn. Brann skólahúsið á Finnbogastöðum i
Arness-hreppi. Húsið var vátryggt, en mjög lágt.
Allir húsmunir voru óvátryggðir og brunnu allir
saman ásamt matarforða. Börn, sem voru par i
heimavist, misstu öll föt sín og bækur.
— 23. Bjargaði, með miklu snarræði, átta ára telpa
á Akureyri, Elsa Iíristín Sigfúsdóttir, tveggja ára
telpu frá drukknun.
í fyrri hluta p. m. var hafís á sveimi utan við
ísafjarðardjúp, allt að Bolungavík, og jaka rak
inn á Súgandafjörð, en isinn byrjaði að reka frá
landinu 18. s. m. — í p. m. og í mars var inflú-
enza víða um land, en væg.
Mars 7. Strandaði vélbátur, Skuld, frá Vestmannaeyj-
um. Sökk skömmu síðar.
— 10. Brann innan pakhæð á steinhúsi á Pórsgötu í
Rvik. Litlu af húsgögnum varð bjargað af hæð-
inni, en talsverðu af neðri hæðunum.
— 25. Varð árekstur á Selvogsmiðum milli tveggja
færeyskra fiskiskipa og sökk annað peirra, skonn-
ortan Phi-phi. Mannbjörg varð.
í p. m. gekk ísland i alpjóðabandalag, sem
stofnað var til að vernda líf sjómanna. — Komu
út íslenzku aukafrímerkin, til eflingar líknarsjóði
íslands.
Apríl 1. aðfn. Sökk færeysk skúta, Queen, hjá hafnar-
mynninu í Vestmannaeyjum. Mannbjörg varð.
— 2. Skákkonungur íslendinga varð Ásmundur Ás-
geirsson.
— 13. Sökk vélbátur, Frægur, frá Vestmannaeyjum.
Mannbjörg varð.
— 13., og aðfn. 14. í austanofviðri urðu síma-
bilanir nokkurar, einkum milli Miðeyjar og
(44)