Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Qupperneq 89
gangi. Verður því ekki talið, að rasað sé fyrir ráð
fram, þótt málið sé vakið hér á landi.
í febrúarmánuði s. 1. tóku nokkrir menn í höfuð-
staðnum sig saman um að stofna »Bálfarafélag ís-
lands«, sem hefir sama markmið sem slik félög í öðr-
um löndum. Erlendis hefir fyrstu bálstofunni aldrei
verið komið á fót í neinu landi, nema með forgöngu
og atbeina félags einstakra manna, og er hætt við,
að söm verði reyndin hér á landi. »Bálfarafélag ís-
lands« mun vinna að þessu sjálfsagða menningar-
máli hér á landi.
íslendingar eru yfirleitt ekki ófúsir til nýjunga,
þrált fyrir ýmsa fordóma og fastheldni við fornar
kirkjulegar venjur.
Jeg hefi trú á, að þetta mál eigi erindi til lands-
manna og að bálstofur muni rísa upp á ýmsum
slöðum hér á landi, áður en langt um liður.
Bækur þjóðvinafélagsins í ár.
Ársbækur félagsins í ár eru þessar: Andvari 59. ár-
gangur, Almanak um árið 1935, 61. árgangur, og auka-
bók, er síðar mun gelið. Pessar bækur fá félagsmenn
fyrir árstillagið, 10 kr. En i lausasölu er verðið:
Andvari 3 kr., Almanak 2 kr. og aukabókin 7 kr.
Verður því ódýrara þeim, er eignast vilja bækurnar,
að gerast félagsmenn. Geta menn um byggðir lands-
ins leitað til umboðsmanua félagsins í þessu skyni,
og er skrá um þá birt innan á kápunni á Andvara.
Almanakið er í sama sniði, sem verið heíir um all-
mörg ár, og geta menn séð efnisskrána hér aftan við.
Andvari flytur nú æviþátt og mynd af Birni Sig-
fússyni á Kornsá, og er æviágripið samið af síra
Porsteiui B. Gíslasyni i Steinnesi. Pá er næst gömul
(85)