Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Side 90
ritgerð eftir Hannes byskup Finnsson, um ferð hans
til Svíarikis árið 1772. Er það merkisár í sögu Svia-
ríkis, og fróðlegt að sjá, hversu einn hinn helzti ís-
lendingur, sem þá var uppi, leit á þá atburði, er þá
gerðust þar í landi. Auk þess bregður greinin upp
mynd af skoðunum Hannesar byskups að ýmsu leyti
á mörgum efnum, sem fyrir koma, en samanburður
á tilhögun á ýmsu heima á íslandi við svipuð efni í
Svíaríki viða hinn fróðlegasti hjá höfundi. — Um
mörg ár hefir Andvari flutt annaðhvert ár ritgerðir
Dr. Bjarna Sæmundssonar um fiskiveiða-rannsóknir
hans. Pað má því þykja vel við eiga, að annaðhvert
ár tímaritsins sé að nokkuru helgað öðrum atvinnu-
greinum landsins. Flytur Andvari því nú ritgerð eftir
einn af aðaloddvitum landbúnaðar vors, Metúsalem
búnaðarmálastjóra Stefánsson, og er um framtíð bún-
aðarins, ásamt nokkurum viðauka eftir sama mann.
Er þess að vænta, að menn gefi vel gaum að tillög-
um hans og hugleiðingum.
Pá er aukabókin. Nú þegar lokið er ritinu um
Jón Sigurðsson, er aftur horfið að þvi að birta á
íslenzku þýðingar á merkum útlendum fræðiritum,
og kemur nú fram 7. bindið í Bókasafni pjóðvina
félagsins, en það er eftir Maurice Maeterlinck og nefn-
ist Býflugur. Segir rit þetta frá stjórnskipan, tiihögun
og lífsháltum þeirra, og má allt þetta heita furðu-
legt og lærdómsrikt næsta. Vill þjóðvinafélagið með
þessu styðja að þvi að kynna landsmönnum betur
eu gert hefir verið lífsháttu dýra og þá grein í nátt-
úruvisindum, sem varðar líffræði. Hefir allt of lítið
verið gert að þessu á vora tungu, og er þó í þeim
fræðum allt merkast sem á þessa lund hnígur, en
að jafnaði hafa menn látið sér nægja hér á landi
bækur um sköpun og gerð dýra og jurta eða venju-
legar kennslubækur. — Höfuudurinn er heimsfrægur
rithöfundur og hefir fyrir nokkurum árum hlotið
Nóbelsverðlaun fyrir afrek sín í bókmenntum. Petta
(86)