Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Blaðsíða 95
Anzaði karlsins andað lík,
svo allar heyrðu þjóðir:
»Heim á pall í Hlöðuvík
haflð mig, piltar góðir«.
Pá er það önnur sögn, hvernig til hafl gengið í
viðskiptum Halls og Snorra prests. Vildi prestur eitt
sinn riða á fund Halls, því að raælt er, að hann segði,
að einum þyrði hann að mæta í hvívetna, einkum
aflraunum, enda hafa rnargir kallað hann priggja
manna maka að afli. Maður er nefndur Jón, er bjó í
Skjaldabjarnarvík; segja sumir hann bróður Halls.
Prestur hitti Jón, og réð Jón honum frá að ríða á
fund Halls; væri hann enginn blektunarmaður, og
illur viðfangs, ef reiddist; mundu og liðsmenn hans
litt hlifnir og eigi auðsóktir. Væri pað mark á Halli,
að ef hann roðnaði við og kippti öxlum, færi að
honum reiði. Gjá sú væri og á leiðinni að Horni, að
hestur prests fengi eigi yfir komizt. Prestur vildi þó
fara, og er Jón fekk eigi latt hann, skipti hann hest-
um við prest, og fekk honum hest sinn brúnan að
lit; sagði, að hann mundi færari yfir gjána og svo
vegvis, að trauðlega mundi Hallur villa sjónir fyrir
honum. Prestur fór, og þókti honum Brúnn allfimur.
En er hann hitti Hall, sá hann þar fátt manna, nema
Hallvarð, son hans, og reri hann til fiskjar. Tókprest-
ur þá að vita Hall um guðleysi, að aldrei kæmi hann
til kirkju. Fór Hallur fyrst hóglega og bauð presti 1
skemmu; stóðu kistur þar umhverfis og klefi mikill
fyrir stafni. Tóku þeir þá að yrðast meir og Hallur
að roðna i andliti, og gekk hann þá snúðugt að klef-
anum. Ætlaði prestur það i honum, að lítt mundi sér
hollt, ef út kæmi, að því er þá við vissi, að hann
var Halli svo i greipar genginn; stökk því út á hest
sinn og hleypti á braut. En þegar brast yfir niða-
myrkur. Heyröist þá presti dunur miklar og gnýr
hvarvetna um sig í myrkrinu. Pó komst hann með
heilu undan, þvi að Brúnn skeikaði hvergi, og fann
(91)