Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Blaðsíða 52
ursins var Johan V. Sandström, forstjóri veður-
stofnunarinnar í Stokkhólmi. Báturinn fór 21. s. m.
Júli 20., aðfn. Brann bærinn á Refsstöðum í Engi-
hlíðarhreppi. Litlu varð bjargað af innanstokks-
munum.
— 27. Strandaði í Krossvík við Fjallaskaga í Dýra-
firði flnnskt skip, Suomon Lokki. Mannbjörg varð.
í þ. m. var stofnuð stórstúka Oddfélagareglunn-
ar á íslandi. — Fluttir inn nokkurir skozkir naut-
gripir, keyptir af ríkisstjórninni; einnig nokkurar
karakúl-kindur, sem búnaðarfélag íslands keypti
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, frá Pýzkalandi. Var
komið fyrir í Perney á Kollafirði. — í p. m., eða
mjög snemma í ágúst, féll skriða á bæinn Jökul
í Eyjafirði, og eyðilagði tún og engjar að mestu
og skemmdi mikið af bæjarhúsunum. Eitthvað af
kindum hafði farizt.
Ágúst 1. Kom skozkur skátahópur til Rvikur og skoð-
aði jafnframt austursveitirnar. Fór frá Rvík áleiðis
heim 10. ágúst.
— 3. Kom feiknavöxtur í Skeiðará og ruddi hún
burtu símanum, par sem hann var spenntur yfir
lijá Skaftafelli. 10. s. m. tókst að strengja yfir ána
2 km nær jöklinum en áður.
— 7. Flaug Grierson til Rvíkur, frá Pórshöfn í Fær-
eyjum. Ætlaði frá Rvik til New-York, en vélin
bilaði. — Brann bíll fyrir ofan Baldurshaga i
Mosfellssveit.
— 9. Kom ríkiserfinginn til Rvíkur. Fór til ísafjarðar,
Siglufjarðar, Akureyrar og um Mývatnssveit. Fór
frá Rvík áleiðis heim 19. s. m. — Voru þrjú til
fjögur hundruð marsvin rekin á land í Ólafsfirði.
— 10., aðfn. Brunnu íveruhús í, Haganesvik í Fljót-
um. Engu varð bjargað af húsmunum.
— 10. Rak fjórar gríðarstórar andarnefjur á land
innanvert við Krossanes.
— 15. Kom Charles Augustus Lindbergh, (f. 4. dec.
(48)