Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Side 76
þetta orðið til þess, að bálfarir voru siðar taldar
ókristileg athöfn. f norðanverðri Evrópu tiðkuðust
mjög bálfarir í fornum sið, allt fram að árinu 785
e. Kr., þegar Karla-Magnúsi keisara datt sú vitleysa
i liug að leggja bann við þeim.
Pað var ekki fyrr en á 19. öld, að aftur fór að
brydda á bálförunum, og gerðist rnálfræðingurinn og
ævintýrahöfundurinn Jakob Giimm — sem margir
kannast við — hvatamaður að líkbrennsluhreyfingu
nútímans. Hann vakti méls á likbrennslu i visinda-
félaginu í Berlín, árið 1849. Annars eru það aðallega
læknar, sem hafa hvatt til að bálsetja lík. Ekki gazt
mönnum þó að því að brenna á bálkesti, með þeirri
svælu, sem þvi fylgir, en iíkbrennsluofn var þá eng-
inn til. Úr þessu var bætt 1873, þegar þýzki verk-
fræðingurinn Fr. Siemens smíðaði fyrsta líkofninn,
sem koma mátti í fyrir cremaloriam, en svo nefnist
bálstofa á útlendura málum. Líkofnar eru þannig
gerðir, að eldstæðið má skilja frá klefanum, þar sem
líkið brennur, að sínu leyti eins og bökunarhólfin í
bakaraofni eru fráskilin kyndingunni. Prem árum
síðar var reist fyrsta bálstofan — í Mílanó. — Árið
1926 voru liðin 50 ár frá þvi, að þessi fyrsta bálstofa
var sett á stofn, og var í því tilefni mynduð alþjóða-
nefnd, til þess að vinna i þágu bálfara hreyfingar-
innar. Skrifstofa nefndarinnar er í Helsingjaborg í
Svíþjóð. Alþjóðafundir hafa verið haldnir oftar en
einu sinni.
Á íslandi á likbrennslumáiið sér ekki langa sögu.
Tveir merkir læknar vöktu fyrstir manna máis á því
í »Skírni«, 1905 og 1913. Það voru þeir Stgr. Matlhías-
son héraðslæknir og Guðm. Björnson fyrv. landlæknir.
Sendiherra íslands í Khöfn, Sveinn Björnsson, hefir
ætíð hafl mikinn áhuga á þessu máli, og flutti hann
á alþingi 1915 frumvarp til likbrennsiulaga, sem þá náði
samþykki þingsins. Vér eigum frjálslynd líkbrennslu-
lög, en enga bálstofuna. Pað er öfugt ástand hér eða
(72)