Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Síða 82
ur. Pá er likið ekki sundurleyst, þegar grafið er á
ný i sömu gröfina, og kemur pað heim við lýsingu
Stgr. Malthíassonar héraðslæknis á greftrununum í
Odda, í Skírnis-grein 1905. Hann segir svo frá: »Pegar
ég var drengur, var ég oft á vakki, þegar verið var
að taka gröf í Oddakirkjugarði. Mér þótti einkenni-
legt að sjá allar hauskúpurnar og mannabeinin, sem
glömruðu undir rekunum og komu upp á yfirborðið,
og svo það sem var ógeðslegra, hálfrotnaðar hold-
tægjur, Ðngur og tær með nöglunum dinglandi hálf-
lausum«.
Pegar jarðveguriun er um of votur, breytist líkið
í sápukent spik, svonefnt »líkvax«, sem varðveitist
mjög lengi. Ef grafreiturinn aftur á móti er of send-
inn og þur, verður líkið að e. k. »múmíu«, sem geym-
ist lengi.
Rotnunarloftið frá líkinu smýgur upp um jarðveg-
inn, eða skolast burtu með jarðvatninu, og getur þá
mengast neyzluvatni. Holdið ummyndast að lokum
í kolsýru — sem er lofitegund — og vatn, auk stein-
efna. Gerlar og sveppar, og jafnvel smákvikindi í
moldinni vinna að sundurlausn líkamans.
Petta er óneitanlega ófögur lýsing á því, sem gerist
i kirkjugörðunum, og þykir e. t. v. óþarfi að lýsa
því nánara. En hér er um einfaldar staðreyndir að
ræða, náttúrufræðilega þekking og hugsun, sem ekki
þýðir að ætla sér að loka augum fyrir. Pví að þótt
menn klæði líkið i skrautleg klæði, og prýði kistuna,
fer allt forgörðum síðar. Ég hefi stundum heyrt menn
segja: »Mér stendur nákvæmlega ásama, hvað verður
um skrokkinn á mér, þegar ég er dauður. Pað má
dysja hann eins og hræ, ef vill«. Pessi hreystiyrði
eru hvorki smekkleg, né neinum til sóma, því að upp-
lýstum nútímamönnum ætti að vera annt um, að
likami þeirra geymist ekki áratugum saman í ömur-
legu ástandi.
Pað sem gerist i líkofninum. Nú vil ég, til saman-
(78)