Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Side 80
menn skilja viö kistuna inni i bálstofunni, þegar
kveöjuathöfninni er lokið. Petta má teijast mikill
kostur, í okkar óblíða veðurlagi, enda er það oft
aldrað fólk og lasburða, sem vill taka þátt í útförinni.
Efnalegar ástceður. Sumir menn telja sig að vísu
hlynnta likbrennslu, en bæta því við — að kostuaður-
inn muni verða allt of mikiil. Petta er þó mesti mis-
skilningur. í bæjum og borgum veróa grafreitir til-
finuanlega dýrir. Landið og vönduð girðing um það,
og lögun á því kostar mikið fé; enn fremur göng og
vegir og umbúnaður allur um leiðin. Pað er varið
ærnu fé í rammbyggilega steinsteyþukraga um leiðin
og misjafnlega smekklega legsteina. Fagurt er þetta
legsteinasafn ekki, enda hefir fyrv. landiæknir G.
Björnson eitt sinn í opinberu riti komist svo að orði
um kirkjugarðinn i Rvík, að hann sé »ljótasta apal-
hraunið á íslandi«.
Mest af þessu fé má spara, ef líkið er brennt. Pótt
menn vilji grafa öskuna í jörð niður, þá tekur slíkur
öskureitur hverfandi lítið pláss, enda má hafa hvert
duftkeriö undir öðru í reit, sem er ekki nema 50 cm
á hvern veg. Rándýrir og fyrirferðarmiklir legsteinar
eru þá vitaniega aldrei notaðir, en að eins áletruð
plata, ef vill.
Alstaðar erlendis hefir reynslan orðið sú, að kirkju-
garðarnir verða mjög dýrir, þegar bæirnir stækka,
og þarf oft að flytja þá út fyrir borgirnar, til kostn-
aöarauka og óþæginda, eins og reyndin hefir orðið
í Rvik. Petta er ástæðan til þess, að sum erlend
bæjarfélög, t. d. í Niðarósi og Björgvin, og í ýmsum
þýzkum borgum, bjóða borgurunum ókeypis brennslu.
Annars er gjald fyrir brennslu erlendis ca. 50—150
kr., eftir því hvort menn eru í báifararfélagi eða
ekki. Kista, sem notuð er við líkbrennslu, kostar lít-
ið. Norðmenn nota mjög ódýrar kistur, úr greni eða
furu. Pær kosta um 60 kr. í Danmörku er líkið
brennt í zinkkistu, sem kostar um 40 kr. — Petta er
(76)