Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 34
né áhrifamiklum œttmennum til að dreifa. En Jose
sýnist þá þegar eklci hafa átt alls kostar vel heima
í þessum hermannaheimi, sem allur snerist um
möndul konungsdýrkunarinnar og gamla stórveldis-
drauma. Hinar djörfu og frjálslyndu skoðanir lians
vöktu þá þegar óþægilega furðu innan um rótgró-
inn hugsunarhátt hins tiginborna herforingjaliðs.
Eftir að hafa lokið herþjónustu sinni i Marokko
var hann gerður að embættismanni í spanska her-
málaráðuneýtinu og var nú hljótt um hann árum
saman. En Jose Miaja gróf sig ekki niður í hinum
rykföllnu skjölum hermálaráðuneytisins. Hann
gerðist einn helzíi leiðtogi og brautryðjandi skáta-
hreyfingarinnar á Spáni, fór til Englands til þess
að kynna sér þann félagsskap og tók við hann miklu
ástfóstri. Varð hann þannig leiðbeinandi og for-
ingi ungra manna, þó að lítið bæri á þvi starfi.
Þegar borgarastyrjöldin brauzt út á Spáni, hafði
Miaja um alllanga hríð lítið haft sig i frammi í her-
málum Spánar og fæsta mun hafa órað fyrir, hví-
líkri óhemju þekkingu og reynslu þessi maður hafði
safnað sér á undanförnum árum með hinu kyrr-
láta starfi sínu í hermálaráðuneytinu. Svo er að sjá
sem stjórnin hafi ekki verið alveg ugglaus um
heilindi hans, þvi að hann var fyrst um sinn sett-
ur til varnar, þar sem lítt reyndi á. Þó áttu upp-
reistarmenn alls kostar við hann fyrstu daga styrj-
aldarinnar, og hefðu þá sennilega getað losað sig
við skæðasta óvin sinn og gert það, ef þeir hefðu
vitað, hver maður í honum bjó. En Miaja tókst á
skömmum tíma að koma á fyrirmyndar aga í her
sínum, sem var lítt æfður og taminn, og geta sér
traust og virðingu stjórnarinnar. Var hann þá
kvaddur til Valencia og kom þar upp herforingja-
ráði, eins vel skóluðu og kringumstæður leyfðu.
Þvi næst fór hann með her sinn, þó að fámennur
og lítt æfður væri, til Albacete, þvingaði uppreist-
(30)