Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 60
Endajaxlinn rekur lestina. Hann hefir fengið nafn-
ið vísdómstönn af því að menn taka hann ekki fyrr
en á fullorðinsárum; en spurningin er, hvort hann
á alltaf nafn með rentu!
Sköpulag tannanna. (3. mynd A). Það er eins um
tönn i barni og fullorðnum, að hún skiptist eftir lög-
un sinni í krónu og tannrót, en mótin á milli þeirra
kallast tannháls. Aðalefni tannarinnar er tannbeinið
(dentín), sem er mjög kalkríkt. Utan á krónunni
er glerungurinn, sem er harðasti partur líkamans,
og hefir hann í sér 96% af kalki. Á tannrótinni
er svonefnt rótar-sement utan um tannbeinið. Inni
i miðri tönninni er holrúm, er sendir frá sér
þrönga ganga út i rótarkvíslarnar. Það er alveg
heilbrigt, að tannbeinið sé holt að innan; en vit-
anlega á það ekki skylt við þær holur, sem
fram koma af tannátu. Tannholið er ekki tómt. í
því er tengivefs-hold, og í möskvum þess æðar, sog-
æðar og taugaþræðir (,,púlpa“), sem ganga gegnum
rótargöngin og standa í sambandi við æðar og tauga-
greinar i kjálkunum. Tönnin fær þvi sína næringu
með blóðinu, eins og önnur liffæri, en taugaþræð-
irnir i tannholinu seg'ja átakanlega til, þegar átan
er búin að ryðja sér leið svo djúpt í tannbeinið. Tann-
ræturnar eru grópaðar í djúpar holur, með sterkum
milligerðum, í kjálkabeininu. Þegar menn missa tenn-
urnar, rýrna og eyðast kjálkabrúnirnar; kinnfisk-
urinn og varirnar ganga inn og maðurinn verður inn-
mynntur. Þetta á sér stað á gamalmennum; en líka
á unga aldri, eftir tannútdrátt, þegar búið er að ryðja
munninn. Smíðaðar tennur geta ekki bætt þessi and-
litslýti að fullu, enda má sjá á flestu fólki, hvort
það hefir falskar tennur, án þess að það opni munninn.
Tannáta (caries). Skemmdir í tannbeininu byrja
venjulega á tyggifleti krónunnar, eða þeim megin
sem veit að næstu tönn; líka í tannhálsinum. Þessu
fylgir ekki neinn sársauki í byrjun, en tannlæknir-
(56)