Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 67
er allt um seinan, þegar tönnin er farin að losna.
Röntgenmyndir sýna glögglega ástandið í kjálkanum
og hvað tannrótinni líður. Það verður ekki séð, að
tannlosið spilli heilsunni að öðru leyti.
Um orsakir til tannlos-sjúkdómsins er lítið kunn-
ugt. Hvers vegna ráðast graftar-sýklar á tannhold og
kjálkabrúnir hjá einum manni, en ekki öðrum? Þess-
ar bakteríur eru annars alls staðar nálægar.
Tannsjúkdómar og almenn heilbrigði. Litillega var
drepið á það hér að framan, að langvarandi bólga um
tannrætur gæti sýkt frá sér önnur líffæri líkamans,
að sínu leyti eins og ígerðir í kokkirtlum. Það eru
einkum amerískir læknar, sem hafa bent á þetta, og
fært sönnur á mál sitt. Flestir læknar lita svo á, að
liðagigt, hjarta-, nýrna- og jafnvel augnsjúkdómar
geti átt upptök sin frá sýklum, sem leynast í bólgu-
hreiðrum urn tannrætur, án þess að nokkurn tíma
komi til verulegrar tannpínu, né útvortis bólgu. Rönt-
genskoðunin er ómissandi til þess að leita uppi þessa
leyndu bólgubletti; röntgenmyndirnar eru teknar á
ofurlitlar filmur — vel gómstórar — sem látnar eru
inn í munninn, bak við tennurnar (4. mynd). Þess skal
getið, að nokkurs skoðanamunar hefir gætt hjá lækn-
um í þessi máli, og hefir ýmsum þótt ameriskir lækn-
ar æði djarfir í fullyrðingum sinum um tannskemmdir,
sem undirrót margskonar krankleika. Það er tannát-
an, sem er talin hættuleg heilsunni, vegna þess að þar
eru sýklar og gröftur í sjálfheldu, i tannholinu, og
berst leikurinn þaðan uin rótargöngin inn i kjálka-
beinin. Hinsvegar er ekki talið, að tannlosið geti
sáð sýklum og sjúkdómum út í önnur líffæri, vegna
þess að þá grefur aðeins útvortis kringum tönnina.
Gröfturinn hefir fría afrás upp á milli tannholdsins
og tannarinnar, og króast hvergi inni.
Varnir og lækningar. Það er alltaf óhægt um vik,
þegar orsakir meinanna eru óvissar. Það er svo sem
segin saga, að fjörefnaríkt og tilbrcytilegt fæði er
(61)