Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 59

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 59
Fyrsta fullorðinstönnin kemur fyrir aftan barna- jaxlana; það gerist þegar barnið er 6 ára, og ber þessi tönn því nafnið sex ára-jaxlinn. Hann ræður miklu um síðari niðurskipun og samanbit tanngarðanna. En það er stundum villzt á sex ára jaxlinum og tönn, sem barnið á fyrir sér að fella. Afleiðingin er sú, að for- sómað er að gera við þenna jaxl, ef hann skemmist, vegna þess að foreldrarnir vita ekki hvað hér er um dýrmæta tönn að ræða. Það er alkunnugt, að skemmdir byrja svo snemma, að tannáta kemur í barnatennurnar. Þess vegna er um seinan að draga viðgerðir fram á skólaald- ur. Afleiðingin er oft tannverkur og ígerðir, og barna- tönnin fer kannske alveg forgörðum. Það er líka óheppilegt að þurfa að draga út tönn á 4 eða 5 ára barni, vegna þess að glundroði getur þá orðið á síð- ari tannskipun. Viðgerð í tæka tið er dýrmæt fyrir heilsuna, og kemur í veg fyrir ýmislega vanlíðan barnsins. Og svo er eitt — meðan holan er grunn, er tannviðgerðin sársaukalaus, fljótleg og ódýr (3. mynd D). Fullorðinstennur. Tannskiptum er lokið fyrir ferm- ingaraldur, og tennur eru þá 28 talsins. Seinna koma vísdómstennurnar, þ. e. a. s. í hverjum kjálkahelm- ing eru 8 tennur: 2 framtennur, 1 augntönn, 2 fram- jaxlar, 2 aftari jaxlar (með klofinni rót) og vísdóms- tönnin. Alls eru þvi 32 tennur báðum megin, í efri og neðri skolti. í skránni, sem hér fer á eftir, er til- greint á hvaða aldursárum fullorðinstennurnar koma fram. Sexára-jaxlinn (3. að aftan) 6— 7 ára Framtennur ............... 7— 9 — Fremsti jaxl ............. 9—11 — Augntönn.................. 11—13 — Næstfremsti jaxl ......... 11—13 — Næstaftasti jaxl ......... 12—15 — Vísdómstönnin ............ 17—40 — (55)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.