Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 64
þess að nokkurntíma komi til verulegrar tannpínu,
né útvortis bólgu; tönnin er e. t. v. aðeins aum, og væg-
ur seyðingur. En með röntgenskoðun má leiða sjúk-
dóminn i ijós. Það er álit margra lækna, að þessar hæg'-
fara tannrótarígerðir, sem liggja í leyni, geti verið
undirrót að ýmsum alvarlegum sjúkdómum (gigt,
lijartasjúkdómum o. fl.), ýmist þannig að eiturefni
berist þaðan út i líkamann, eða þá að sýklarnir sjálfir
geti farið á sveim út i blóðið. Það eru einkum amer-
ískir og enskir læknar, sem leggja mikið upp úr sýk-
ing líkamans út frá skemmdum tannrótum.
Flestir hafa þá hugmynd, að tannátan sé nútima-
sjúkdómur, sem komi til af óheppilegu mataræði eða
af sælgætisnotkun og bílifi unga fólksins. Hinsvegar
hafi forfeður vorir, sem lifðu á harðæti og einföldu
viðurværi, haft heilbrigðar tennur. Það kann að vera
eitthvað hæft i þessu að því er ísland snertir, enda
hefir þjóðminjavörður yfirleitt fundið slitnar og ó-
skemmdar tennur i kjálkum, þegar grafið er í dysjar,
og fornar rústir. En í öðrum löndum er ekki sömu
söguna að segja. Forn-Egyptar voru tannveikir, sem
múmíur sýna; í Grikklandi og með Rómverjum mátti
tannátan heita þjóðarsjúkdómur; að „plúmbera“ tenn-
ur er líka dregið af latneska orðinu plumbum, sem
þýðir blý; en það notuðu Rómverjar til tannfyllingar.
Einkennilegt er, að það voru aðallega yfirstéttirnar,
sem voru tannveikar; en þrælarnir, sem lifðu óbrotn-
ara lífi, voru tannhraustir. Nú á dögum er tannátan
alþjóðasjúkdómur allra stétta. í barnaskólunum má
heita að tannskemmd geri vart við sig í liverju barni.
í gamla daga héldu menn, að ormur æti holur í
tennurnar. Nú brosa menn í kampinn af slíkum kerl-
ingabókum. Hinsvegar verður læknum og tannlækn-
um ógreitt um svör, þegar þeir eru spurðir um or-
sakir tannátunnar. Þær eru ekki þekktar með neinni
vissu. — Læknar hafa hugsað sér, að súr i munni,
vegna einhliða mjölmatar, mundi leysa kalkið i tann-
(58)