Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 100
inn. Nú hélt sporvagninn af sta<5 og Skotinn hljóp
á eftir. Er vagninn hafði ekið um hálfa mílu vegar
nær Skotinn honum og spyr, hvað farið kosti nú.
Sporvagnsstjórinn svarar: — Nú kostar farið 8
pence, þér hafið sem sé hlaupið í öfuga átt.
Skoti og írlendingur fóru inn í veitingakrá. ír-
lendingurinn keypti ekki heldur neitt.
Skoti einn og Júði veðjuðu um það, hvor þeirra
gæti ent lengur einn poka af kolum. Liðu nú
margar viltur og treindi Júðinn kolin sem mest
hann mátti, en loks neyddist hann til þess frost-
dag einn að brenna síðustu kolamolunum. Hugs-
ar hann nú með sér, ‘að fróðlegt væri að skreppa
til Skotans og vita, hvernig ástatt sé fyrir honum,
því vafalaust muni hann vera orðinn kolalaus. Ber
hann nú að dyrum hjá Skotanum en enginn kemur
til dyra og heyrir hann þó að þrammað er fram
og aftur um gólfið í stofunni. Opnar hann nú dyrn-
ar og sér þá sér til mestu undrunar hvar Skotinn
gengur um gólf sér til hita — með kolapokann á
bakinu.
Skoti nokkur var á ferð í Landinu helga. Bar þá
svo við, að hann þurfti að fá ferju yfir Genesaret-
vatnið og spurði ferjumanninn, hvað farið kostaði.
— Eitt pund, segir ferjumaður. — Hvað heyri ég,
segir Skotinn. Eitt pund! í Skotlandi myndi far yfir
svona vatn kosta í hæsta lagi einn shilling. — Já,
en hér eruð þér í Landinu helga og hér var það,
sem frelsarinn gekk á vatninu.
— Ójá, mig skyldi nú ekkert undra það, þó hann
vildi heldur ganga, blessaður.
Villi: Hvaða setning er þetta, pabbi: Það er
ekki til wisky-dropi á bænum.
(94)