Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 78
gripatalan 1936, 37 þúsund, og er það fyrsta árið,
sern nautgripatalan hefir farið fram úr því, sem hún
var í byrjun 18. aldar. Þó hyggur próf. Þorvaldur
Thoroddsen, að það sé ekki nema þriðjungurinn af
því, hún var á 13.—15. öld, en mikill hluti naut-
peningsins lifði þá líka á útigangi.
Sauðfé, nautgripir og hross, sem talið var 1936,
flokkast þannig nánar eftir aldri og hlutverki í bú-
skapnum.
Sauðfé.
Ær með lömbum ................... 463 468
Geldar ær ........................ 52 358
Sauðir .......................... 25 138
Hrútar eldri en veturgamlir .... 10 756
Gemlingar ...................... 101 630
Samtals 653 350
Nautgripir.
Kýr og kelfdar kvígur ........... 26 562
Griðungar og geldneyti eldri en
veturgömul ....................... 1 065
Veturgamall nautpeningur ........... 3 869
Kálfar ............................. 5 499
Samtals 36 995
Hross.
Hestar 4 velra og eldri, tamdir .... 20 567
Hestar 4 vetra og eldri, ótamdir . . 809
Hryssur 4 vetra og eldri, tamdar . . 8 552
Iiryssur 4 vetra og eldri, ótamdar 3 527
Tryppi 1—3 vetra ................ 9 154
Folöld .......................... 3 436
Samtals 46 045
í samanburði við mannfjölda er fleira sauðfé hér
á landi heldur en í nokkru öðru landi í Evrópu eða
um 6 sauðkindur á hvern mann. Það land í Evrópu,
sem kemst næst íslandi að þessu leyti, er Búlgaria.
(72)