Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 99
Róleg, róleg kerli mín, segir Sandy. Við skul-
um nú sjá til.
Daginn eftir var steikin fram reidd.
— Jæja, börnin góð, segir Sandy og horfir yfir
afkomendahópinn. Hver vill nú steik og hver kýs
heldur einn penny?
Öll sex greiddu atkvæði með því að fá heldur
penny, og Sandy og kona hans sátu ein að steik-
inni og fengu ágæta saðningu. Var nú fram borinn
búðingur mikill og fríður. Segir þá Sandy: „Jæja
börn mín elskuleg. Hver vill nú fá búðing fyrir einn
penny?
Gömul kona kom inn i krá eina og bað um
■wisky, kvaðst mundi borga það daginn eftir, en
veitingamaðurinn vildi ekki lána henni. í því kem-
ur grafari þorpsins inn og vill líka fá í staupi og
hvaðst mundi borga þegar hann kæmi upp úr gröf-
inni, og samþykkti veitingamaðurinn það. Þá gell-
ur kerling við og segir: — Nú hefi ég aldrei vitað
verra. Þú neitar mér um lán til morguns en graf-
arann ætlar þú að umliða til dómsdags!
Maður nokkur frá Aberdeen ferðaðist til Kana-
da. Slóst hann á tal við Kanadamann einn, er spurði,
hvaðan hann væri.
— Frá Skotlandi, segir Aberdeenmaðurinn.
— Lofaðu mér að taka í hönd þína, segir þá
hinn. Og frá hvaða borg er maðurinn? — Frá
Aberdeen. — Réttu mér hina höndina líka, segir
þá Kanadamaðurinn og bar ört á. Siðast þegar ég
hitti mann frá Aberdeen, þá stal hann úrinu úr
vasa mínum.
Skoti nokkur vék sér að sporvagnsstjóra i Lund-
únum og mælti: — Hvað kostar farið héðan til
King’s Cross? — Sex pence, sagði sporvagnsstjór-
(93)