Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 70
dymbilvikuna er páskavikan. Gangdagavikan eða
gagndagavikan dregur nafn af gangdögunum eða
gagndögunum, en svo nefnast dagarnir 3 á undan
uppstigningardegi, sem einnig er í þessari viku.
Rúmhelgavikan og helgavikan eru sín hvorum meg-
in við hvítasunnudag. Helga vikan er stundum
nefnd hvítasunnuvikan, þótt almanakið geti þess
ekki, og næsta vika þar á eftir er stundum nefnd
trinitatisvikan. Sæluvikur eru 4 á ári, en öðru nafni
nefnast þær imbruvikur. í þeim eru imbrudagar.
Ekki eru menn sammála um, á hverjum vikudegi
sæluvikurnar byrja. Sumir telja, að þær byrji á
sunnudegi og endi á laugardegi, siðasta imbrudeg-
inum. Aðrir láta þær byrja á fyrsta imbrudeginum,
sem er miðvikudagur. Þessi tviveðrungur kemur
greinilega fram i rimreglum, sem Gizur biskup
Einarsson ritaði upp. Það kemur þvi einkennilega
fyrir sjónir, að Ögmundi biskupi Pálssyni svo sem
10 árum áður skuli þykja stefnudagurinn nægilega
ákveðinn, er hann árið 1530 stefnir Teiti Þorleifs-
syni og Grími Jónssyni til Kalmanstungu mánudag-
inn næstan eftir sæluviku um haustið. Nú er vandi
að segja, hvort mánudagurinn 26. sept. það ár var
í sæluviku eða eftir hana.
Fardagavika er nú sjaldan nefnd á nafn, og henn-
ar er heldur ekki getið i almanakinu, en i fornum
skjölum er hún alloft nefnd. En hér kemur fram
sama óvissan og um sæluvikuna. Stundum mun far-
dagavikan hafa byrjað fyrsta fardaginn og verið
þvi sama og sjöunda vika sumars. En stundum hafa
menn talið hana enda síðasta fardaginn. Það virð-
ist víst, að 1482 hafi Hrafn lögmaður Brandsson tal-
ið mánudaginn næstan fyrir fardagaviku sama sem
mánudaginn fyrir fardaga, en 1521 hafi Narfi Er-
lendsson lögsagnari i Teigi nefnt þriðjudaginn fyrir
fardaga „þriðjudaginn í fardagaviku". Þar sem eng-
in ástæða er til að láta fardagavikuna byrja þenna
(64)