Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Page 64

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Page 64
þess að nokkurntíma komi til verulegrar tannpínu, né útvortis bólgu; tönnin er e. t. v. aðeins aum, og væg- ur seyðingur. En með röntgenskoðun má leiða sjúk- dóminn i ijós. Það er álit margra lækna, að þessar hæg'- fara tannrótarígerðir, sem liggja í leyni, geti verið undirrót að ýmsum alvarlegum sjúkdómum (gigt, lijartasjúkdómum o. fl.), ýmist þannig að eiturefni berist þaðan út i líkamann, eða þá að sýklarnir sjálfir geti farið á sveim út i blóðið. Það eru einkum amer- ískir og enskir læknar, sem leggja mikið upp úr sýk- ing líkamans út frá skemmdum tannrótum. Flestir hafa þá hugmynd, að tannátan sé nútima- sjúkdómur, sem komi til af óheppilegu mataræði eða af sælgætisnotkun og bílifi unga fólksins. Hinsvegar hafi forfeður vorir, sem lifðu á harðæti og einföldu viðurværi, haft heilbrigðar tennur. Það kann að vera eitthvað hæft i þessu að því er ísland snertir, enda hefir þjóðminjavörður yfirleitt fundið slitnar og ó- skemmdar tennur i kjálkum, þegar grafið er í dysjar, og fornar rústir. En í öðrum löndum er ekki sömu söguna að segja. Forn-Egyptar voru tannveikir, sem múmíur sýna; í Grikklandi og með Rómverjum mátti tannátan heita þjóðarsjúkdómur; að „plúmbera“ tenn- ur er líka dregið af latneska orðinu plumbum, sem þýðir blý; en það notuðu Rómverjar til tannfyllingar. Einkennilegt er, að það voru aðallega yfirstéttirnar, sem voru tannveikar; en þrælarnir, sem lifðu óbrotn- ara lífi, voru tannhraustir. Nú á dögum er tannátan alþjóðasjúkdómur allra stétta. í barnaskólunum má heita að tannskemmd geri vart við sig í liverju barni. í gamla daga héldu menn, að ormur æti holur í tennurnar. Nú brosa menn í kampinn af slíkum kerl- ingabókum. Hinsvegar verður læknum og tannlækn- um ógreitt um svör, þegar þeir eru spurðir um or- sakir tannátunnar. Þær eru ekki þekktar með neinni vissu. — Læknar hafa hugsað sér, að súr i munni, vegna einhliða mjölmatar, mundi leysa kalkið i tann- (58)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.