Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Page 59
Fyrsta fullorðinstönnin kemur fyrir aftan barna-
jaxlana; það gerist þegar barnið er 6 ára, og ber þessi
tönn því nafnið sex ára-jaxlinn. Hann ræður miklu
um síðari niðurskipun og samanbit tanngarðanna. En
það er stundum villzt á sex ára jaxlinum og tönn, sem
barnið á fyrir sér að fella. Afleiðingin er sú, að for-
sómað er að gera við þenna jaxl, ef hann skemmist,
vegna þess að foreldrarnir vita ekki hvað hér er um
dýrmæta tönn að ræða.
Það er alkunnugt, að skemmdir byrja svo snemma,
að tannáta kemur í barnatennurnar. Þess vegna er
um seinan að draga viðgerðir fram á skólaald-
ur. Afleiðingin er oft tannverkur og ígerðir, og barna-
tönnin fer kannske alveg forgörðum. Það er líka
óheppilegt að þurfa að draga út tönn á 4 eða 5 ára
barni, vegna þess að glundroði getur þá orðið á síð-
ari tannskipun. Viðgerð í tæka tið er dýrmæt fyrir
heilsuna, og kemur í veg fyrir ýmislega vanlíðan
barnsins. Og svo er eitt — meðan holan er grunn,
er tannviðgerðin sársaukalaus, fljótleg og ódýr (3.
mynd D).
Fullorðinstennur. Tannskiptum er lokið fyrir ferm-
ingaraldur, og tennur eru þá 28 talsins. Seinna koma
vísdómstennurnar, þ. e. a. s. í hverjum kjálkahelm-
ing eru 8 tennur: 2 framtennur, 1 augntönn, 2 fram-
jaxlar, 2 aftari jaxlar (með klofinni rót) og vísdóms-
tönnin. Alls eru þvi 32 tennur báðum megin, í efri
og neðri skolti. í skránni, sem hér fer á eftir, er til-
greint á hvaða aldursárum fullorðinstennurnar koma
fram.
Sexára-jaxlinn (3. að aftan) 6— 7 ára
Framtennur ............... 7— 9 —
Fremsti jaxl ............. 9—11 —
Augntönn.................. 11—13 —
Næstfremsti jaxl ......... 11—13 —
Næstaftasti jaxl ......... 12—15 —
Vísdómstönnin ............ 17—40 —
(55)