Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Side 62
SÓLARHÆÐ OG LJÓSBROT
I töflunum sem fylgja dagatalinu er greint frá sólarhæð á hádegi í
Reykjavík árið um kring. Til þess að fmna sólarhæð á hádegi annars
staðar á landinu þarf að vita, hve miklu munar á breidd staðarins og
breidd Reykjavíkur og gera leiðréttingu sem svarar breiddarmuninum.
Taflan á bls. 59 sýnir t.d. að breiddarmunur Grímseyjar og Reykjavíkur
er —2,4°. Mínusmerkið táknar að draga eigi 2,4° frá hádegishæð sólar
í Reykjavík til að fá hádegishæðina í Grímsey.
Við nákvæma útreikninga verður að taka tillit til ljósbrots í andrúms-
loftinu, sem veldur því að sól og aðrir himinhnettir sýnast lítið eitt
hærra á lofti en ella. Ljósbrotið breytist með hæðinni, svo að áhrif þess
á sólarhæð í Grímsey verða ekki alveg þau sömu og í Reykjavík, ef
miðað er við hádegi á báðum stöðum. 1 almanakinu er ávallt tilgreind
sýndarhœð, þ.e. ljósbrotið er meðreiknað. Sú hæð sem himinhnöttur
myndi hafa, ef ekkert andrúmsloft truflaði, nefnist sönn hœð. Hversu
mikið ljósbrotið er við mismunandi sýndarhæð og sanna hæð sést
nokkurn veginn af eftirfarandi töflu:
Sýndarhœð (°)
0,0 til 0,3
0,3 til 0,8
0,8 til 1,6
1.6 til 2,9
2,9 til 5,7
5.7 til 18,2
18,2 til 90
Sönn hœð (°)
-0,6 til -0,3
-0,3 til +0,4
0,4 til 1,2
1,2 til 2,7
2,7 til 5,6
5,6 til 18,1
18,1 til 90
Ljósbrot (°)
0,6
0,5
0,4
0,3
0,2
0,1
0,0
Dœmi: Á vetrarsólstöðum er sólarhæð í Reykjavík á hádegi 2,7°
(sjá bls. 50). Samkvæmt töflunni hér að ofan nemur ljósbrotið við þessa
sýndarhæð 0,3°. Því er sönn hæð sólar á þessum tíma í Reykjavík 2,4°.
Til þess að finna sanna hæð í Grímsey gerum við nú breiddarleiðrétt-
ingu eins og áður, —2,4°, og sjáum að sönn hæð sólar á hádegi þar er
0,0°, þ.e. miðja sólar myndi nema við sjónbaug, ef ekkert ljósbrot væri.
En ljósbrotið við 0° sanna hæð nemur 0,5° sbr. töfluna hér að ofan.
Sýndarhæð sólar í Grímsey á hádegi á vetrarsólstöðum verður því 0,5°,
eða um ein sólbreidd.
TUNGLIÐ 1982
í dagatalinu er sýnt hvenær tungl rís, hvenær það er í suðurgöngu
(í hásuðri) og hvenær það sest, séð frá Reykjavík. Tunglris og tungl-
setur reiknast þegar efri rönd tungls nemur við láréttan sjóndeildar-
hring. Er þá tekið tillit til ljósbrots í andrúmsloftinu (0,6°) en ekki
þess hvort efri rönd tungls er lýst upp af sól. Til þess að finna gang
tunglsins annars staðar en í Reykjavík verður að þekkja hnattstöðu
staðarins (lengd og breidd) og gera leiðréttingu á Reykjavikurtímun-
um í samræmi við töflurnar á næstu síðu. Töfiurnar miðast við meðal-
gang tunglsins og eru sæmilega nákvæmar undir fiestum kringum-
stæðum. Ef um suðurgöngu er að ræða þarf aðeins að gera lengdar-
i
(60)