Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 68
Aprfl
Mars, Júpíter og Satúrnus eru allir á næturhimninum og ekki langt
á milii þeirra. Júpíter er austast og kemur seinast upp, en frá miðjum
mánuði er hann á lofti alla nóttina eins og hinir tveir. Mars er vestast
og gengur næst Júpíter að birtu. í byrjun mánaðarins, þegar Mars er
næst jörðu, er birtustig hans — 1,2. Mars og Satúrnus eru báðir í meyjar-
merki og um miðjan mánuð er Júpíter einnig genginn í það merki (úr
vogarmerki). Merkúríus fer að sjást sem kvöldstjarna austan við sól
undir mánaðarlok og verður þá í 7° hæð í norðvestri við myrkur í
Reykjavík. Venus er morgunstjarna, en þótt hún sé langt vestan við
sól, kemur hún ekki upp fyrr en um sólarupprás.
Maí
Mars, Júpíter og Satúrnus eru á lofti þær stundir sem dimmt er.
Þeir eru allir í meyjarmerki og nokkuð jafnt bil á milli þeirra. Júpíter
er austast og bjartastur, Satúrnus í miðið og daufastur. Merkúríus er
kvöldstjarna og sést best í byrjun mánaðarins. Þá er hann í 7° hæð í
norðvestur frá Reykjavík við myrkur. Hinn 11. maí hefur hann lækkað
um 2° og birta hans minnkað um eitt stig (úr —0,3 í +0,8). Venus
er morgunstjarna en kemur ekki upp fyrr en um sólarupprás.
Júni
Venus er morgunstjarna alllangt vestan við sól, en skilyrði til að sjá
hana eru óhagstæð. í byrjun mánaðar rís hún með sól en í mánaðarlok
er hún komin í 5° hæð yfir sjóndeildarhring í norðaustri við sólarupprás
í Reykjavík.
Júlí
Venus er morgunstjarna og nálgast sól en hækkar þó heldur á lofti.
I mánaðarlok er hún í 4° hæð í norðaustri í birtingu í Reykjavík og er
komin í 12° hæð við sólarupprás.
Ágúst
Venus er morgunstjarna og nálgast sól en lækkar þó ekki á lofti og
er í 6-7° hæð yfir sjóndeildarhring í norðaustri eða aust-norðaustri í
birtingu í Reykjavík.
September
Venus er morgunstjarna en nálgast mjög sól og lækkar á lofti. Hæð
hennar í birtingu í austurátt frá Reykjavík er 6° í byrjun mánaðarins
en 2° í mánaðarlok.
(66)