Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 71
jaðri myndarinnar (hægri eða vinstri jaðrinum, sem í rauninni er sama
línan). Myndin gefur til kynna Qarlægðir milli sólar og reikistjarna á
himinhvolfinu á vikufresti og hvort reikistjörnurnar eru á morgun-
himni (vinstra megin á myndinni, til hægri við sól) eða á kvöldhimni
(hægra megin á myndinni, til vinstri við sól). Á myndinni hafa verið
dregnar línur til að gefa vísbendingu um, hvenær erfiðast sé að sjá
reikistjörnurnar vegna birtu frá sól. Línurnar afmarka svæði (merkt
„bjart" á myndinni) þar sem reikistjörnurnar eru annaðhvort mjög
nærri sól (innan við 45 minútur í stjörnulengd) eða koma ekki upp í
Reykjavík meðan dimmt er vegna afstöðu sólbrautar til sjóndeildar-
hrings.
Sú saga hefur gengið manna á meðal, hérlendis sem erlendis, að á
árinu 1982 muni reikistjörnurnar mynda beina línu út frá sól, eða því
sem næst, með hinum verstu aíleiðingum fyrir jarðarbúa. Upphafs-
menn þessarar sögu munu vera tveir vísindamenn, annar breskur en
hinn bandarískur, sem gáfu út bók um þetta efni árið 1974, en sú bók
mun ekki hafa orðið þeim til álitsauka meðal annarra vísindamanna
vegna þess hve frjálslega þeir fóru þar með staðreyndir. Til fróðleiks
hefur verið dregin hér upp mynd sem sýnir innbyrðis afstöðu reiki-
stjarnanna og íjarlægðir þeirra frá sól hinn 10. mars 1982, en þann dag
mynda þær minnst horn séð frá sól á þessu ári. Eins og sjá má er hornið
95°, sem er nokkuð fjarri því sem kallast gæti bein lína.