Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 80
Reikistjömurnar (frh.)
Lengd dagsins í jarðneskum dögum: Merkúríus 176 (meðaltal).
Venus 117. Jörðin 1,00. Mars 1,03. Júpíter 0,41 (við miðbaug). Satúmus
0,43 (við miðbaug). Úranus 0,9? Neptúnus 0,7? Plútó 6,4.
Fjöldi tungla: Merkúríus 0. Venus 0. Jörðin 1. Mars 2. Júpíter 15.
Satúrnus 15. Úranus 5. Neptúnus 2. Plútó 1.
Vetrarbrautarkerfið.
Breidd: 100 þúsund ljósár (1 ljósár = 9,5 milljón milljón km).
Fjarlægð sólar frá miðju vetrarbrautarinnar: 30 þúsund ljósár.
Brautarhraði sólar um miðju vetrarbrautarinnar: 250 km/s.
Umferðartími sólar um miðju vetrarbrautarinnar: 200 milijón ár.
Meðalfjarlægð milli stjarna í vetrarbrautinni: 5 ljósár.
Fjöldi stjarna í vetrarbrautinni: hundrað þúsund milljónir.
Alheimurinn.
Meðalfjarlægð milli vetrarbrauta: 5 milljón ljósár.
Útþensla alheimsins: 17 km/s fyrir hver milljón ljósár.
Fjarlægðin til endimarka hins sýnilega heims: 15 þús. milljón ljósár.
Fjöldi vetrarbrauta í hinum sýnilega heimi: hundrað þúsund milljónir.
Aldur alheimsins: 15 þúsund milljón ár.
BIRTUFLOKKUN STJARNA
Þeim fastastjörnum sem sýnilegar eru berum augum var að fornu
skipt í sex flokka eftir birtu. Björtustu stjömumar töldust í 1. flokki
en þær daufustu í 6. flokki. í nútíma stjörnufræði er þessi hugmynd
lögð til grundvallar en birtustigin skilgreind með nákvæmni eftir
mældum ljósstyrk. 1. stigs stjarna er sem næst 2,5 sinnum bjartari
en 2. stigs stjama, sem er aftur 2,5 sinnum bjartari en 3. stigs stjama,
o.s.frv. Til að tákna millistig eru notaðar brotatölur, t.d. 1,5 eða
2,7. Samræmis vegna hefur orðið að gefa nokkrum björtustu stjöm-
unum stigatölur sem eru lægri en 1, jafnvel lægri en 0 (mínusstig).
Hærri stigatölur en 6 eru hins vegar notaðar um stjörnur sem eru
svo daufar að þær sjást aðeins í sjónauka.
Fjöldi fastastjarna í mismunandi flokkum er u.þ.b. þessi:
Birtustig: — 1 0 1 2 3 4 5 6
Fjöldi stjarna: 2 7 13 69 190 600 1800 5400
Tilgreint birtustig miðast ávallt við að stjarnan sé beint yfir athug-
anda. Sé hún lægra á lofti, deyfist ljósið vegna þess að það þarf að
fara lengri leið gegnum gufuhvolf jarðar. Deyfingin er allbreytileg en
nemur á að giska 0,1 birtustigi þegar stjarnan er í 45° hæð, 1 stigi við
10° hæð, 2 stigum við 4° hæð, 3 stigum við 2° hæð, 4 stigum við 1°
hæð og 6 stigum við sjónbaug.
(78)