Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Side 86
1 meðalsólsekúnda = 1/86 400 úr meðallengd sólarhringsins yfir árið;
of breytileg til að vera grundvallareining í eðlisfræði eða stjörnu-
fræði. Almanakssekúndan jafngildir meðalsólsekúndunni eins og
hún var árið 1900.
1 stjörnudagur = snúningstími jarðar miðað við stjörnuhimininn
(nánar tiltekið vorpunkt himins) = 23 st. 56 mín. 4,1 sek.
1 hvarfár (árstíðaár) = tíminn milli sólhvarfa = 365,24220 dagar.
1 stjörnuár = umferðartími jarðar um sólu miðað við fastastjörnur
= 365,256 36 dagar.
1 almanaksár (gregoríanskt) = 365,242 50 dagar.
Kraftur.
1 njúton (newton, N) = krafturinn sem beita þarf á massann 1 kg til
að valda hröðun sem nemur 1 m/s2 þegar viðnám er ekkert.
1 dyn = 10~5 N.
Þyngdarkrafturinn sem stafar frá 1 kg í r metra fjarlægð =
6,67 • 10_n/r2 njúton á hvert kg sem þar er.
Þyngdarkrafturinn á 1 kg við yfirborð jarðar (staðalgildi) = 9,806 65 N.
Þessi stærð er stundum notuð sem krafteining undir nafninu
kílópond (kp), kílógrammkraftur, eða aðeins „kxlógramm", sbr.
„kílógramm" á fersentimetra.
Rafkrafturinn frá hleðslunni 1 kúlomb í r metra íjarlægð = 9 • 109/r2
njúton á hvert kúlomb sem þar er.
Segulkrafturinn frá 1 ampers straum í löngum, beinum vír, sem verkar
á 1 metra kafla af öðrum straumvír samsíða í r metra fjarlægð =
2 -10_7 /r njúton á hvert amper í þeim vír.
Vinna, orka, varmi.
1 júl (joule, J) = vinnan sem krafturinn 1 njúton framkvæmir þegar
átakspunkturinn hreyfist 1 metra í kraftáttina. J = N • m.
I erg = 10~n júl.
1 kílóvattstund (kWh) = 3,6 ■ 106 júl.
1 kílógramm(kraft)-metri = 9,80665 júl.
1 bresk varmeining (B.T.U.) = 1055 júl.
1 elektrónuvolt (eV) = 1,60-10'19 júl.
1 kg efnis umbreytt í orku = 9 • 1019 júl.
1 megatonn af TNT (sprengiorkan) = 4,2-1015 júl.
1 kaloría (varmaeining, „hitaeining") = 4,2 júl. Stór kaloría = kíló-
kaloría (1000 kaloríur), einkum notuð í sambandi við varmagildi
fæðutegunda og varmaþörf bygginga.
Eðlisvarmi vatns við 15°C = 4185,5 (J/kg)/°C = 1,0 (kaloría/g)/°C.
Bræðsluvarmi vatns = 3,33 105 J/kg = um 80 kaloríur/g.
Suðuvarmi vatns = 2,26-106 J/kg = um 540 kaloríur/g.
Eðlisvarmi lofts við 20°C = 1006 (J/kg)/°C = um 0,24 (kalor./g)/°C.
(Ýtarlegra yfirlit um mælieiningar er að finna í almanaki 1980.)
(84)