Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 94
hlaut þar maður brunasár. 29. júní skemmdist safnaðar-
heimilið Kirkjulundur í Keflavík af eldi. 4. júlí skemmdist
verkstæðishús á Klængsseli í Gaulverjabæjarhreppi mikið af
eldi. Ónýttist þar einn bíll, en annar stórskemmdist. 26. júlí
brann íbúðarhús á Múla í Gufudalssveit. 30. júlí stór-
skemmdist hús við Nýlendugötu í Reykjavík af eldi, og
bjargaðist fólk nauðulega. 1. ágúst stórskemmdist hús við
Langholtsveg í Reykjavík af eldi, og fórst þar kona, en maður
hlaut brunasár. 10. ágúst brann sumarbústaður við Heiðarbæ
í Þingvallasveit, en fólk bjargaðist. 19. ágúst brann og eyði-
lagðist vélbáturinn Svanur í höfninni í Stykkishólmi. 6.
september brann bíll hlaðinn búslóð á Oddsskarði. Var hún í
eigu hjóna, sem voru að flytjast búferlum. 10. september
brann bílaverkstæði á Hlíðalandi á Árskógsströnd, og eyði-
lögðust þar fjórir bílar og ýmis tæki. 13. september brann hús
Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð, og varð þar mikið
tjón. 20. september varð mikill heybruni á Söndum í Mið-
firði. 22. september skemmdist Skipasmíðastöð Austfjarða á
Seyðisfirði af eldi. 22. september brann mikið af heyi í
Hindisvík á Vatnsnesi. Þar brann og hesthús, og nokkrar
kindur fórust í eldinum. 23. september brann fjós og hlaða í
Mýrartungu í Reykhólasveit. 29. september skemmdist
birgðageymsla Hvals hf. í Hafnarfirði af eldi, og varð þar
mikið tjón, einkum á umbúðum. 6. október skemmdist vél-
skipið Gullver frá Neskaupstað nokkuð, er kviknaði í því í
slippstöðinni á Akureyri. 7. október brann hlaða í Borgartúni
í Ljósavatnshreppi, S.-Þing. 7. október brann íbúðarhús á
Geldingaá í Leirársveit, Borgarfjarðars. 9. október brann hús
í Birkilundi í Biskupstungum, og brann þar maður inni. 18.
október stórskemmdist vélaverkstæði við Hamarshöfða í
Reykjavík af eldi. 1. nóvember brunnu útihús á Þorleifs-
stöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, og eyðilagðist þar mikið af
heyi. 25. nóvember brann hlaða, fjárhús og verkfærageymsla
í Skuggahlíð í Norðfirði. 26. nóvember kviknaði í prent-
smiðjunni Hólum á Seltjarnarnesi, og urðu þar miklar
skemmdir af reyk. 7. desember brann hlaða á Balaskarði í
A.-Hún., og brann þar mikið af heyi. 19. desember brann
(92)